Monthly Archives: June 2005

Ég var í skoðun…

… og ég fékk sprautu í rassinn! LOL!
Ég hélt að ég mundi deyja úr hlátri þegar ljósan mín sagði að ég þyrfti að fá sprautu í bossann! Ég var s.s. send í frekar ítarlega blóðrannsókn síðast (fyrir 2 vikum) vegna þess að ég er með svo mikinn fótapirring á kvöldin og nóttinni. Svo að ég fór á netið og las mér helling til um þetta og þar einhversstaðar stóð að járnskortur og B-12 vítamínskortur væru oft orsakavaldar þessa leiðindapirrings svo að ég fór bara framá það að þetta yrði athugað.

Jájá… ég kom heldur betur glimmrandi útúr þessu, eða þannig! Viðmiðunarmörkin eru á bilinu 210-800 pmól/L og ég mældist með 98!!! Heh… rúmlega helmingi of lág! Ég er líka of lág í hemóglóbín, eða 103 en viðmiðunarmörkin þar eru 118-152 g/L. Læknirinn sagði að svona B-12 skortur orsakaði oft lélega upptöku í líkamanum á öllum efnum svo að það er ekkert skrítið að ég sé svona lág í blóði. Þeir vona að þessar sprautur (í rassinn haha) lagi þetta hjá mér. Og ég vona það líka, þá fæ ég kannski aðeins meiri orku og verð aftur eins og ég á að mér að vera!

Ég fer aftur í sprautu (í rassinn haha) á föstudaginn. Á s.s. að koma á 2ja daga fresti í 5 skipti og verð svo sprautuð á 3ja vikna fresti eftir það. Og á að halda þessari meðferð áfram eftir að ég er búin að eiga og þarf að láta fylgjast með þessu í amk ár.

Verst hvað þetta er ógeðslega dýrt maður!!! Rúmur 7þúsund kall, bara lyfin!! En eins og mamma sagði, maður metur ekki heilsuna til fjár.

**EDIT**
Já.. barnið er búið að snúa sér og er núna í höfuðstöðu. Enda eru fyrirvaraverkirnir og þrýstingurinn niður í leghálsin búnir að vera ekkert eðlilega miklir undanfarið! Ég vissi að það væri að snúa sér, fann það bara á mér einhvern veginn. Svo er bumban líka svo siginn eitthvað. S.s. – allt gott að frétta úr bumbuheimum!

3 Comments

Filed under Uncategorized

Ég er alveg að verða búin…

… með bútinn sem að ég er að sauma í teppið handa bumbukrúttinu mínu. Ég er að fá senda ferninga frá 11 konum, víðsvegar að um heiminn, sem að mamma mín ætlar að setja saman í teppi því að ég er alvarlega fötluð þegar það kemur að því að sauma á saumavél. Ég læt mömmu mína alfarið um það!

Ég kláraði allann krosssauminn í gær og er svo að fara að gera afturstinginn í dag. Mér finnst gaman að stinga myndina, sjá hana lifna við. Svo að ég tók mynd núna, s.s. án afturstings.

Image hosted by Photobucket.com

Það er ofsalega mikið af 1/4 sporum í þessari mynd. Alveg ofsalega mikið! En hún verður í rauninni ennþá fallegri fyrir vikið. Hér má sjá mynd, mjög nálægt, af þessum litlu 1/4 sporum (sem að mér líkar miklu betur að gera á hör eða evenweave!!!)

Image hosted by Photobucket.com

Svo tek ég aðra mynd þegar ég er búin að stinga og set hana hérna inn. Það er svo gaman að sjá hvernig myndirnar breytast og lifna við þegar maður stingur þær. Það finnst mér allavega.

4 Comments

Filed under Uncategorized

Greinin…

… í Tímariti Morgunblaðsins um fæðingu Ásu Sóleyjar er yndisleg. Og myndirnar!!! Ég grét bara þegar ég var að skoða þetta og lesa, þvílíkt dásamlegt.

Og núna er mig farið að langa að fæða heima. Aaaaaðeins of seint í rassinn gripið en maður gerir þetta kannski bara næst. Örugglega æðisleg tilfinning. Annars er mig búið að dreyma fæðinguna þó nokkuð oft undanfarið. Í öllum tilfellum líður mér vel í fæðingunni og þetta gengur vel. Nema náttúrulega þegar ég fæddi pony hestinn. Haha, það var fyndið!

1 Comment

Filed under Uncategorized

Ég bara verð að sýna ykkur eina mynd af mér og Son…

Ég bara verð að sýna ykkur eina mynd af mér og Sonju vinkonu sem að var tekinn í saumaklúbb hjá Ástu í maí. Sonja átti svo dóttur sína þann 2.júní síðastliðinn. Það er einmitt grein um fæðingu dóttur hennar, Ásu Sóleyjar, í Tímariti Morgunblaðsins í dag og ég mæli með að allir skoði hana.

Image hosted by Photobucket.com

3 Comments

Filed under Uncategorized

Komin heim..

… úr afmælinu hans afa míns. Djöfull lítur kallinn vel út þrátt fyrir að vera 73 ára gamall! Hann er svo mikill hönk. Svona silfurrefur eins og Sean Connery. En bara sætari, af því að hann er afinn minn!

Heimasætan fór heim til foreldra minna eftir afmælið og ætlar að gista þar í nótt. Ég tók óvart bangsann sem að ég er að sauma með í töskunni hennar heim til afa míns, og taskan er núna heima hjá foreldrum mínum með henni. Og þar ofaní er líka litla saumataskan mín með garninu í Angel of Dreams svo að ég get ekki heldur haldið áfram að sauma hana! Damn!

Ég er að spá hvort að ég eigi að láta freistast og byrja á þessari:

Image hosted by Photobucket.com

Mig er búið að langa að sauma hana alveg rosalega lengi!!!! Og hún er fljótsaumuð. Eða hvort að ég eigi bara að fara að prjóna.. nenni samt einhvern veginn ekki að prjóna akkúrat núna. Æji fjandinn…. ég byrja bara á henni!

2 Comments

Filed under Uncategorized

Rigning…

Þessi rigning úti er æðisleg! Ég elska þegar það er svona kyrrt og hellidemba úti. Það kemur svo mikil sumarlykt í loftið…

Við mæðgur erum að fara í grill hjá afa mínum, langafa dóttur minnar. Hann á afmæli á þriðjudaginn og það verður einhver mega grill fjölskylduveisla hjá honum í Vogunum kl.18.00
Mio er að vinna svo að hann kemst því miður ekki með. Stór hluti af ennþá stærra verkefni sem að hann þarf að skila af sér á mánudaginn. Og svo er hann í upptökum í stúdíóinu á morgun svo að hann þarf helst að klára þetta í dag/kvöld.

Ég vaknaði klukkan hálf sex í morgun með þvílíku fyrirvaraverkina. Þeir eru alltaf að verða verri og verri. Ef ég væri ekki búin að ganga í gegnum þetta áður þá hefði ég haldið að ég væri að fara af stað í morgun. Spurning hvort að ég biðji ljósuna mína um að kíkja aðeins á mig á miðvikudaginn þegar ég fer í skoðun því að þetta er farið að koma svo oft og er orðið frekar sársaukafullt, svo að ekki sé minnst á þreytandi. Var svona frá 6.mánuði þegar ég gekk með Sumarrós, þannig að maður er “vanur” hehe.

En jæja… best að fara að máta föt og sjá hvað ég kemst í og lít þokkalega út í. Heimasætan er ready, var fljót að drífa sig í kjól þegar hún vaknaði í morgun.

Leave a comment

Filed under Uncategorized

SELD!!!!!!!!!!!!!!

Íbúðin seldist á 10,7 milljónir!

Ég var orðin svo spennt hérna rétt fyrir þrjú að ég hélt að ég mundi missa vatnið!!!!! Hahahaha!

Djöfull er ég glöð! Ég mundi sko detta ærlega í það ef ég væri ekki ófrísk!!

:o) :o) :o)

3 Comments

Filed under Uncategorized