Hún amma mín….

… er nú alveg met!

Alltaf þegar við hittumst ( sem að er reyndar mjög sjaldan) þá röflar hún yfir því hvað ég er hrikalega horuð og klípur mig hér og þar og fussar og sveijar yfir því að það sé nú ekkert kjöt á mér. Ég reyni að taka þessu með jafnaðargeði þó svo að þetta fari óstjórnlega í taugarnar á mér.

Ég var að tala við hana í símann og hún var að spurja mig hversu mikið ég er búin að þyngjast á meðgöngunni. Ég var í síðustu skoðun 55 kíló (var 48 þegar ég varð ófrísk) og er bara nokkuð ánægð með það. Hún fussaði og sveijaði og spurði mig hvenær í ósköpunum ég ætlaði að “hætta þessari vitleysu” og “fá eitthvað utaná mig eins og eðlilegt fólk”. Ég væri nú að verða 27 ára gömul og þá væri nú bara “eðlilegt” að vera með smá kjöt utaná sér. Ég gat ekki annað en hlegið að henni.

Ég bara spyr; á maður að vera orðin feit kella þegar maður er 27 ára? Ef svo er, þá fékk ég aldrei það minnisblað og enginn hefur látið mig vita. Ég held líka að ég vilji ekkert vera neit rosalega feit, og ég vil allra síst fara að reyna að fita mig bara fyrir ömmu mína! Hún er alveg spes sko!

Leave a comment

Filed under Uncategorized

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s