Heimasætan…

… á afmæli í dag. Það er svo ótrúlegt að hugsa til þess að fyrir heilum 6 árum síðan fæddist þetta yndislega barn. Bæði finnst mér ótrúlegt að hugsa til þess að það séu heil 6 ár síðan, og mér finnst líka ótrúlegt að hugsa til þess að það séu bara 6 ár síðan. Hún fór öfugu megin framúr í morgun og var eitthvað hálf blue, en eftir að hún og Mio fóru útí bakarí og keyptu kleinur og kókómjólk (maður fær náttúrulega að velja á afmælisdaginn sinn hvað maður borðar) þá hresstist hún aðeins. Svo var henni skutlað í leikskólann þar sem að hún ætlaði að baka bollur handa krökkunum. Það er nefnilega þannig á leikskólanum hennar að þau baka bollur eða hafa vöfflur á afmælisdaginn sinn, en koma ekki með neitt að heiman.

Image hosted by Photobucket.com

Við ætlum svo að fara í keilu á eftir þegar hún er búin í leikskólanum. Hún, ég, Mio, líklega Ben og Valgeir, mamma mín og pabbi og jafnvel fleira fólk. Svo fær hún að velja kvöldmat (sem að verður örugglega grjónagrautur eða pizza ef ég þekki hana rétt) og við horfum líklega saman á spólu eftir kvöldmatinn. Á laugardaginn verður svo brjálað barnaafmæli heima hjá pabba hennar og svo held ég líklega eitthvað fyrir familíuna á sunnudaginn.

2 Comments

Filed under Uncategorized

2 responses to “Heimasætan…

 1. Anonymous

  Innilega til hamingju með stóru skvísuna þína. Vonandi hefur afmælisdagurinn gengið vel.

  Kveðja,
  Edda

 2. Anonymous

  Innilega til hamingju með prinsessuna. Góða skemmtun í keilunni.
  Guðbjörg.
  P.s. takk fyrir gærkvöldið 🙂

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s