Þessi dagur er búinn að vera…

fínn! Ég er reyndar búin að vera rosalega þreytt og furðulega óglatt, en það er allt í lagi, þetta var dagur dóttur minnar.

Hún var allt önnur í skapinu þegar hún var sótt á leikskólann, búin að baka bollur ofaní liðið og svona. Ég og Gyða systir fórum og sóttum hana og hún fékk pakka frá Gyðu þegar við komum heim. Heimsins stærstu helíumblöðru og rosalega fína eyrnalokka sem að hún fær að prófa þegar götin eru almennilega gróin. Fljótlega kom Mio svo heim ásamt Gabríel og þar fékk hún annann pakka, frá Gabríel og Valgeiri. Þeir gáfu henni einhvern Barbie prins (eitthvað úr Svanavatninu) og svo smíðaði Garbríel þennann líka fína stól handa henni! Mio kenndi honum að bora og svona og þetta er bara ótrúlega flott hjá litla manninum! Vilborg stjúp-amma kom líka og í þeim pakka var svo annar Barbie kall með kerru og lítinn strák. Núna eiga Barbie dúkkurnar sko heldur betur menn til að dunda sér með!

Ben vinur okkar kom svo fljótlega og þegar Valgeir var búin í ræktinni kl.18 héldum við í Keiluhöllina. Þangað komu svo mamma og pabbi og Fanney systir og við spiluðum öll saman keilu. Svo fórum við (nema Ben, Valgeir og Gabríel) á Eldsmiðjuna og borðuðum pizzu í boði pabba. Þar fékk Sumarrós fleirri pakka, helling af fötum og rosalega bleika (off course) Barbie regnhlíf sem að gerði enga smá lukku!

Við erum ekki búin að kaupa handa henni afmælisgjöf. Ætluðum að fara á rúnt í dag með henni og athuga hvort að við fyndum á hana línuskauta en það var ekki hægt vegna gestagangs. Ég ræddi þetta nú við dömuna og hún sagði að hún vildi bara fara á mánudaginn (er sko að fara til pabba síns á morgun og verður fram á mánudag) og gera þetta þá. Var greinilega sátt við daginn og hauginn af gjöfunum sem að hún var hvort eð er búin að fá.

Hún söng sig í svefn í kvöld, svo hamingjusöm var hún litla krúttið.

Leave a comment

Filed under Uncategorized

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s