.. á Grímuna á morgun. Svona er maður mikill leiklistarsnobbari! Hah! Nei, tengdó býður mér, Mio, Valgeiri og Ben með sér og við fórum líka í fyrra og það var rosalega gaman. Ég var að spá í að mæta í handklæði þar sem að ég á EKKERT sem að ég get verið í nema jogginggalla eða svörtum vel sjúskuðum óléttubuxum og einhverri helvítis mussu yfir. En, mín yndislega Anna Sigga kom hérna áðan með fullan poka af sætum kjólum sem að ég get verið í. Er að spá í einum bleikum sem að er ÆÐI og svo sumarlegur og flottur. Svo er reyndar annar svartur sem að er líka rosalega sætur, en mér finnst alveg off að vera í svörtu svona á sumrin. Ætla að máta á morgun og spá í þessu… já, eða á eftir þegar Mio kemur heim og biðja hann að hjálpa mér að dæma.
Labbaði helling í bænum í dag og var gjörsamlega að deyja þegar ég kom heim.
Búin að senda út boðskortin í barnaafmælið á laugardaginn. Þarf að baka súkkulaðiköku og skreyta hana með ógeðslega miklu nammi. Hittum mömmu hennar Gretu þegar við vorum að keyra út boðskortin og það var einstaklega hressandi og skemmtilegt! Mikið rosalega eru þær líkar!!!!!
Það er rosalega óþægilegt að þurfa að sitja með sjóðandi heitan hitapoka við bakið þegar það er svona heitt úti og inni… ég er gjörsamlega að bráðna!