Afmæliskakan..

… er í ofninum. Risa stór skúffukaka og svo er búið að kaupa helling af nammi til að skreyta hana með. Þetta verður þvílíkur dagur. 15 krakkaormar, trampólín, tjöld og blöðrur. Og pizzur og kökur. Veit ekki hvort að ég sé andlega tilbúin í þetta hehe. Ég er að drepast í grindinni eftir allt labbið í gær svo að ég verð líklega í súkkulaðibollu hlutverkinu í afmælinu.

Og ég er með svona tilfinningu eins og ég sé að gleyma einhverju. Það er ekki gott á svona degi :-/
Vonandi er það ekkert.

Tjald – check
Stólar – check
Súkkulaðikaka – in the making
Afmæliskjóll – check
Föt á mig – check
Blöðrur – check
Pizzur – check
Myndavél – check

Þá held ég að það sé komið.

En það var mjög gaman í gær, þrátt fyrir kvalirnar í dag. Hefði bara átt að fara aðeins fyrr heim… Labbaði útum allann bæ, skoðaði fólk og hluti, tókum helling af myndum og fórum út að borða á Austur-Indíafélagið. Vorum heil 8 stykki saman. Ég fór meira að segja á Kaffibarinn í smá tíma en gafst fljótlega upp og labbaði heim.

Mónika vinkona á afmæli í dag!
Valgeir mágur á afmæli í dag!
Erika vinkona á afmæli í dag!

Jæja.. ætla að athuga hvernig kökunni líður inní ofninum.

Leave a comment

Filed under Uncategorized

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s