Það bættist…

… einn fjölskyldumeðlimur í hópinn í gær. En bara tímabundið samt. Við erum að passa lítinn Beagle hvolp fyrir vinkonu okkar. Litla krúttið er hrikalega sætt, en jeminn…. ég held að ég muni aldrei nenna að eignast hund! Hann er ekki alveg húsvanur greyið svo að nóttin fór í að vakna skrilljón sinnum við það að hann þurfti að pissa og var annað hvort byrjaður á því hérna inní stofu, eða frammi í eldhúsi, eða þá að Mio náði að vakna með honum og fara með hann fram í forstofu á dagblaðakassann sem að var útbúin fyrir hann í gær. Gólfin mín eru ógeðsleg í dag! Ég er búin að skúra stofuna og eldhúsið, á bara holið eftir.

Og mitt ófríska og ofurnæma lyktarskyn er alveg í essinu sínu núna. Ég finn svo hrikalega mikla hundalykt alls staðar og hundurinn er ekki einu sinni hérna! Mio tók hann með sér í vinnuna því að ég einfaldlega treysti mér ekki til að sjá um hundinn í allann dag. Enda þurfti ég líka að fara með heimasætuna til læknis og það tók alveg einn og hálfan klukkutíma.

Afmælið heppnaðist rosalega vel og ég er búin að ákveða að halda ekki fjölskylduboð. Ég einfaldlega get það ekki. Er ennþá að jafna mig eftir 17.júní og svo afmælin tvö daginn eftir. Líkaminn greinilega bara þolir ekki mikið þessa dagana. Ekkert við því að gera nema sætta sig við það..

Jæja.. ætla að klára skúringarnar og setjast svo við saumaskapinn. Mamma kemur hérna á eftir og kemur mér af stað að setja saman peysuna! Hlakka ekkert smá til!

Leave a comment

Filed under Uncategorized

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s