… ég var að koma úr sjúkraþjálfun og nálastungu og mér líður svo vel. Var næstum því sofnuð í nálastungunum, þetta var það afslappandi. Er eiginlega bara að bíða eftir að klukkan verði tvö svo að ég geti fengið mér göngutúr niðrí vinnu til mömmu. Og er jafnvel að hugsa um að koma við á vinnustaðnum mínum í leiðinni.
Kannski að maður ætti bara að leggja sig þangað til? Pæling….
Nótt 2 í hundi gekk betur en fyrsta nóttin, en samt ekki nógu vel til að mig langi í hund. Sagði við Mio í gær að ef hann ætlaði að fá sér hund eins og hann hefur verið að tala um, þá fái ég hest. Og þá flytjum við í sveit. Djöfull væri ég til í það!!!