Nú er kominn tími…

… á smá handavinnublogg.

Eins og áður hefur komið fram er ég búin með ungbarnapeysuna sem að ég var að prjóna. Þar sem að þetta er “meyjarstykkið” mitt í prjónaskap (þ.e.a.s eitthvað aðeins flóknara en trefill eða pottaleppar) þá er ég alveg ofsalega stollt af þessu verki. Hellingur af kredit fer til Ágústu fyrir að hjálpa mér áfram og Hafrúnar fyrir munstrið.

Image hosted by Photobucket.com

Og svo er ég byrjuð á peysu handa Mio mínum. Þessi er í nýjustu Álafossbókinni og heitir Rökkur. Þetta er handlitaður íslenskur lopi og það er hrein ununn að vinna með hann. Og litirnir sem að eru í boði eru hreint út sagt geggjaðir! Allir einhvern veginn beint úr íslenskri náttúru, svartur og grár eins og hraunið, brúntónaður, rauður, blár ofl. Mæli með því að allir sem að hafa áhuga á prjónaskap kíki á þennann lopa. Ég er s.s. að klára bakstykkið. Búin að taka úr fyrir handvegnum og svo er það hálsmálið og axlirnar eftir.

Image hosted by Photobucket.com

Og svo er ég búin að vera að setja “glimmer” (eins og dóttir mín segir) á Angel of Dreams frá L&L . Það gengur hægt, enda er erfitt að sauma með þessum glitþræði.
Svona lítur hún út í dag:

Image hosted by Photobucket.com

Og hér er mynd af glitþráðunum, nálægt:

Image hosted by Photobucket.com

Í dag ætla ég svo að byrja á bangsa í bútasaumsteppi handa bumbukrílinu. Ég er búin að fá senda 11 ferninga frá konum útum allan heim sem að ég hef verið með í saumaklúbbum á netinu síðan 1999. Þessir ferningar verða svo settir saman í teppi handa krílinu af henni mömmu minni. Þeir eru allir komnir í hús nema einn og svo er ég að fara að sauma mitt stykki. Ég held að þetta verði æðislegt teppi, og ekki skemmir hugsunin á bakvið það heldur. Jæja… best að draga upp nál og þráð!

3 Comments

Filed under Uncategorized

3 responses to “Nú er kominn tími…

 1. Sonja

  Þessir nýju litir í Álafoss lopanum eru geggjaðir – ég prjónaði einmitt peysu á mig uppúr þeim. http://www.pbase.com/rajons/image/38628306

  Engillinn þinn er ótrúlega flottur. Gaman að sjá myndir af honum en ennþá betra að sjá hann með eigin augum (eins og t.d. í gærkvöldi 😉 Það var ekki síðra að sjá peysuna. Bæði litirnir og áferðin eru svo falleg. Bumbukrílið á eftir að taka sig vel út í peysunni í haust 🙂

 2. GSonja

  hæhæ
  Linda ekkert sma flottur engill hja þer
  Og litirnir í peysunni eru gjeggjaðir

 3. Rósa

  Æðislegur engillinn þinn! Þetta á eftir að verða geggjuð mynd. Og ekki er meyjarstykkið síðra 🙂 Ég sé að prjónaskapurinn á bara vel við þig 🙂

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s