Rigning…

Þessi rigning úti er æðisleg! Ég elska þegar það er svona kyrrt og hellidemba úti. Það kemur svo mikil sumarlykt í loftið…

Við mæðgur erum að fara í grill hjá afa mínum, langafa dóttur minnar. Hann á afmæli á þriðjudaginn og það verður einhver mega grill fjölskylduveisla hjá honum í Vogunum kl.18.00
Mio er að vinna svo að hann kemst því miður ekki með. Stór hluti af ennþá stærra verkefni sem að hann þarf að skila af sér á mánudaginn. Og svo er hann í upptökum í stúdíóinu á morgun svo að hann þarf helst að klára þetta í dag/kvöld.

Ég vaknaði klukkan hálf sex í morgun með þvílíku fyrirvaraverkina. Þeir eru alltaf að verða verri og verri. Ef ég væri ekki búin að ganga í gegnum þetta áður þá hefði ég haldið að ég væri að fara af stað í morgun. Spurning hvort að ég biðji ljósuna mína um að kíkja aðeins á mig á miðvikudaginn þegar ég fer í skoðun því að þetta er farið að koma svo oft og er orðið frekar sársaukafullt, svo að ekki sé minnst á þreytandi. Var svona frá 6.mánuði þegar ég gekk með Sumarrós, þannig að maður er “vanur” hehe.

En jæja… best að fara að máta föt og sjá hvað ég kemst í og lít þokkalega út í. Heimasætan er ready, var fljót að drífa sig í kjól þegar hún vaknaði í morgun.

Leave a comment

Filed under Uncategorized

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s