… með bútinn sem að ég er að sauma í teppið handa bumbukrúttinu mínu. Ég er að fá senda ferninga frá 11 konum, víðsvegar að um heiminn, sem að mamma mín ætlar að setja saman í teppi því að ég er alvarlega fötluð þegar það kemur að því að sauma á saumavél. Ég læt mömmu mína alfarið um það!
Ég kláraði allann krosssauminn í gær og er svo að fara að gera afturstinginn í dag. Mér finnst gaman að stinga myndina, sjá hana lifna við. Svo að ég tók mynd núna, s.s. án afturstings.

Það er ofsalega mikið af 1/4 sporum í þessari mynd. Alveg ofsalega mikið! En hún verður í rauninni ennþá fallegri fyrir vikið. Hér má sjá mynd, mjög nálægt, af þessum litlu 1/4 sporum (sem að mér líkar miklu betur að gera á hör eða evenweave!!!)

Svo tek ég aðra mynd þegar ég er búin að stinga og set hana hérna inn. Það er svo gaman að sjá hvernig myndirnar breytast og lifna við þegar maður stingur þær. Það finnst mér allavega.
Þú ert ekki lengi að þessu! Hlakka til að sjá afturábakstungna mynd 🙂 Kemur hún ekki bara á morgun miðað við kraftinn í þér 😮
Vá þessi er æði. Hlakka til að sjá teppið tilbúið.
Sonja: ég stefni reyndar á að vera búin að þessu á morgun 😉 sjáum til hvernig það tekst, held að þetta taki aðeins lengri tíma, það er svo mikill afturstingur í þessari, og franskir hnútar!
Hafrún: Já mig hlakkar líka mikið til! Ætla að taka mynd af öllum bútunum í kvöld eða á morgun.
No pressure!