Ég var í skoðun…

… og ég fékk sprautu í rassinn! LOL!
Ég hélt að ég mundi deyja úr hlátri þegar ljósan mín sagði að ég þyrfti að fá sprautu í bossann! Ég var s.s. send í frekar ítarlega blóðrannsókn síðast (fyrir 2 vikum) vegna þess að ég er með svo mikinn fótapirring á kvöldin og nóttinni. Svo að ég fór á netið og las mér helling til um þetta og þar einhversstaðar stóð að járnskortur og B-12 vítamínskortur væru oft orsakavaldar þessa leiðindapirrings svo að ég fór bara framá það að þetta yrði athugað.

Jájá… ég kom heldur betur glimmrandi útúr þessu, eða þannig! Viðmiðunarmörkin eru á bilinu 210-800 pmól/L og ég mældist með 98!!! Heh… rúmlega helmingi of lág! Ég er líka of lág í hemóglóbín, eða 103 en viðmiðunarmörkin þar eru 118-152 g/L. Læknirinn sagði að svona B-12 skortur orsakaði oft lélega upptöku í líkamanum á öllum efnum svo að það er ekkert skrítið að ég sé svona lág í blóði. Þeir vona að þessar sprautur (í rassinn haha) lagi þetta hjá mér. Og ég vona það líka, þá fæ ég kannski aðeins meiri orku og verð aftur eins og ég á að mér að vera!

Ég fer aftur í sprautu (í rassinn haha) á föstudaginn. Á s.s. að koma á 2ja daga fresti í 5 skipti og verð svo sprautuð á 3ja vikna fresti eftir það. Og á að halda þessari meðferð áfram eftir að ég er búin að eiga og þarf að láta fylgjast með þessu í amk ár.

Verst hvað þetta er ógeðslega dýrt maður!!! Rúmur 7þúsund kall, bara lyfin!! En eins og mamma sagði, maður metur ekki heilsuna til fjár.

**EDIT**
Já.. barnið er búið að snúa sér og er núna í höfuðstöðu. Enda eru fyrirvaraverkirnir og þrýstingurinn niður í leghálsin búnir að vera ekkert eðlilega miklir undanfarið! Ég vissi að það væri að snúa sér, fann það bara á mér einhvern veginn. Svo er bumban líka svo siginn eitthvað. S.s. – allt gott að frétta úr bumbuheimum!

3 Comments

Filed under Uncategorized

3 responses to “Ég var í skoðun…

 1. Sonja

  Hvaða rassahúmor er þetta, lærir þú þetta í leikskólanum hjá dóttur þinni? he he

  Ég tók einmitt inn b-vítamín á meðgöngunni, ef ég gerði það ekki þá fékk ég sár í munnvikin!

 2. Dísa Skvísa

  Hahahah þú verður aldeilis aum í rassinum eftir allt þetta!! Þarft kannski bara að fara að sitja á svona kút!

  Sé að ljósmyndafyrirsætan talaðu um samhengi milli sára í munnvikum og B vítamínskorts… hmmm… ætti kannski að kanna þa’ nánar.

 3. Rósa

  Ég gat nú ekki annað en hlegið með þér, þessi rassahúmor á augljóslega vel við mig 😉

  kv.
  Rósa

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s