Monthly Archives: July 2005

Við fórum…

… að sjá Cat Power á Innipúkanum áðan. Hún var æði, en ég var ekki nógu ánægð með crowdið. Allir blaðrandi og hlæjandi og það virtist sem að voðalega fáir væru þarna til að njóta tónlistarinnar. Verið þá einhversstaðar annars staðar en gjammandi uppí eyrað á mér með tilheyrandi píkuskrækjum! *pirr* Skil ekki fólk sem að fer á tónleika til að tala saman! Slíkt gerir maður í heimahúsum eða á kaffihúsum eða eitthvað, ekki á tónleikum!

Og er það eitthvað tabú fyrir ófrískar konur að fara á tónleika? Það var þvílíkt glápt á mig! Sumir brostu til mín en á öðrum var einhverskonar hneykslunarsvipur. Það er ekki eins og ófrískar konur eigi að vera heima í einhverju glerbúri bara af því að þær eru ófrískar! Ég ELSKA að fara á tónleika, það er eitt það skemmtilegasta sem að ég geri, og ég geri það hiklaust ófrísk! Ætla að sjá Blonde Redhead á morgun og hlakka mikið til! Tónleikarnir þeirra hér í ágúst í fyrra voru hrein snilld! Trommarinn þeirra er svooooo geðveikt góður! Mig langaði pínu að vera lengur í kvöld og sjá Mugison og Brim en ég var orðin þreytt og lét þetta bara gott heita.

Mónika, Anna Sigga og dóttir hennar Alma Sóley komu í kaffi til mín í dag. Mikið var yndislegt að sjá þær allar. Ég var nýbúin að baka muffins svo að þetta hitti vel á, og Mio hellti uppá dýrindis kaffi handa okkur. Anna Sigga og Alma Sóley voru hérna í mat og alles og það var æði að sjá Mio leika við Ölmu Sóley. Hlakka svo til að gera þennann mann að pabba! :o)

Jæja… ætla fljótlega að fara að skríða uppí ból. Er orðin þreytt eftir daginn.

2 Comments

Filed under Uncategorized

Ég er búúúúiiiin!

Já, sko mína!

Ég kláraði The Quiltmaker í gær. Ég sat til að ganga fjögur að klára hana, bara gat ekki hætt!
Ég ákvað að nota bláu litina sem að ég var að spá í eftir miklar pælingar. Rósa kíkti aðeins hérna til mín og við spáðum og spekúleruðum og vorum báðar sammála um það að þessir bláu litir ættu eftir að koma best út. Enda þurfti þetta allt að tóna saman og það virtist vera sama hvaða setteringu ég dró fram, þessir pössuðu best. Hvítir og gráir tónar gerðu hana hálf jólalega greyið. En, hérna er hún:

Image hosted by Photobucket.com

Og hér getið þið séð myndir af ferlinu.

5 Comments

Filed under Uncategorized

Næstum búin!

Ég er alveg að verða búin með The Quiltmaker. Er alveg hrikalega ánægð með útkomuna. En núna vantar mig álit! Ég á bara eftir að sauma munstrið í rauða kjólinn. Og ég er að spá í að hafa það blátt. Það á að vera grænt, svona ólívugrænt, en þar sem að ég breytti kjól konunnar úr bláu í grænt þá vil ég ekki nota meira grænt. Og það er voðalega lítið blátt í myndinni svo að ég held að það eigi eftir að koma vel út. Hvað finnst ykkur?

Svona lítur hún út núna:

Image hosted by Photobucket.com

Og þetta eru litirnir sem að ég er að hugsa um að nota:

Image hosted by Photobucket.com

Önnur pæling er að nota hvíta, kannski útí grá tóna í staðinn fyrir þessa bláu. En ég held að það eigi eftir að gera rauða kjólinn of áberandi.

Hjálp!!!

9 Comments

Filed under Uncategorized

Ég er rosalega…

… þreytt og aum í dag. Verkjar svo hrikalega í grindina, aðallega rófubeinið og spjaldhrygginn þar í kring. Er alveg að drepast, búin að vera svona frá því í gær. Greinilegt að maður hefur ofkeyrt sig aðeins í flutningunum. Skrítið, því að mér finnst ég ekki vera búin að gera neitt! Kannski ekki alveg að marka þar sem að ég er einstaklega ofvirk manneskja að eðlisfari. Væri örugglega hálfnuð með baðherbergið (sem að er nánast fokhelt) ef ég væri ekki ólétt.

Fór í sjúkraþjálfun í dag og hún tók svo svakalega vel á mér að ég er alveg að drepast! En vonandi verður það til þess að ég verði aðeins betri á morgun. Er búin að haltra hérna um eins og hæna í allann dag. Samt er ég mest búin að sitja og sauma…. Gengur rosalega vel með The Quiltmaker og set líklega inn nýja mynd af henni seinna í kvöld eða á morgun.

3 Comments

Filed under Uncategorized

Í tilefni þess..

… að það er búið að tengja bæði ofn og helluborð hjá okkur, ætla ég að elda mitt dýrindis lasagne í kvöldmat! Oh hvað mig er búið að hlakka til að elda í nýja eldhúsinu mínu. Og á morgun ætla ég að baka eitthvað girnó! Spurning hvað það ætti að vera samt. Muffins kannski? Eða einhverja dýrindis súkkulaðiköku.

Dinner hjá Önnu og Wolf um helgina. Mig dauðlangar á Innipúkann, en ég veit það bara að ég á ekki eftir á njóta mín neitt. Er alltof ólétt eitthvað. Stundum væri þægilegt að geta tekið bumbuna af í smá tíma og geymt hana einhversstaðar. Hjónarúminu eða eitthvað. En vá… dagskráin á Innipúkanum er geðveik! Cat Power og Blonde Redhead!!!!! Ég hef séð Blonde Redhead en mig dauðlangar að sjá þau aftur. Og Cat Power er náttúrulega æðisleg! Oh, minnir mig á BJ minn :o) Og Trabant, Reykavík!, Hjálmar og fleira og fleira. Ég hvet sem flest að skella sér sem að ætla að vera í bænum, og dilla sér smá fyrir mig í leiðinni!

Jæja.. ætla að fara í gegnum frystinn og henda því sem að er komið á tíma. SVO, ætla ég að elda á nýju fínu græjunum mínum!

1 Comment

Filed under Uncategorized

Önnur erfið nótt..

… að baki. Það læðist að mér sá grunur að ég eigi ekki eftir að sofa neitt ofsalega mikið fram að fæðingu. Grindin er gjörsamlega að drepa mig og þá alveg sérstaklega á nóttinni. Fer í meðgöngusundið á eftir og sjúkraþjálfun á morgun og svo aftur sund á föstudag. Vonandi liðkar það mig aðeins til því að ég vil gera svo mikið hérna heima um helgina. Vá… gott plan eða þannig. Ná sér nógu góðri til að gera aftur útaf við sig :-/ Ætti kannski að hugsa upp annað battleplan.

Tengdó fór til Marokkó í nótt og Gyða systir er að fljúga til Mallorca.

Eitt sem að ég hef aldrei skilið er hin óbilandi trú skyldmenna minna á Mallorca. Ég hef einu sinni farið þangað, þegar ég var 12 ára, og ég ætla aldrei þangað aftur. Sa Coma, Iris raðhúsagarðurinn, Mallorca. Fæ alveg klígju við tilhugsunina. Íslendinganýlenda og þú getur keypt Morgunblaðið hjá kaupmanninum á horninu og færð íslenska matseðla á flestum veitingastöðum. Til hvers að ferðast og fara í frí til að hanga bara með sólbrunnum Íslendingum og sjá ekki vott af menningu á hvítri sandströndinni?
Foreldrar mínir, og báðar systur, hafa farið égveitekkihvaðoft til Sa Coma. Og yfirleitt er þetta einhver svona hópur af fólki sem að kynntist þarna 199ogeitthvað og fer alltaf saman. Blaah! Mamma hefur oft reynt að fá mig með þeim, en það er ekki fræðilegur að ég nenni því! Ég vil fara til staða sem að ég hef aldrei komið á áður! Eða fara eitthvað þar sem að hægt er að gera eitthvað annað en að segja Hafnarfjarðarbrandara við sundlaugarbakkann.

Vá.. ég náði greinilega ekki nægum svefni í nótt. Er þreytt og pirruð og mér er illt! Blööööh! Og henni Punky líst greinilega ekkert á útganginn á mér þar sem að hún situr á sófabakinu fyrir aftan mig og hamast við að snyrta á mér hárið. Hehe, sæti fugl :o)

Leave a comment

Filed under Uncategorized

Þið megið…

… kalla mig milljónamæring!

Um þrjúleytið í dag fékk ég sms úr heimabankanum mínum með tilkynningu um að búið væri að ganga frá öllu og milljónirnar mínar hefðu verið lagðar inná reikninginn minn. Aaaaah, góð tilfinning. Sat hérna með Mr.Burns glott dauðans á meðan ég hámaði í mig góðgæti úr bakaríinu með mömmu og Fanney. *taps fingers together* “Excellent”

Fór og keypti nýtt fuglabúr undir dísarfuglinn okkar hana Punky. Stórt og flott búr á 30% afslætti. Maður er alltaf að gera góð kaup þessa dagana! Rafvirkinn kemur í kvöld (eða á að koma í kvöld) og tengir ofninn og helluborðið. Þá get ég tapað mér í bakstrinum. Mig alveg klæjar að prófa að baka í nýja ofninum mínum! Blástursofn! Hef ekki bakað í svoleiðis fíneríi síðan ég flutti að heimann!

Jæja… ilmurinn úr eldhúsinu er svo lokkandi. Mamma að galdra fram einhver dásamlegan pastarétt og ég sit hér og slefa. Svo ætlar hún að sauma handa bumbulínunni sinni pils :o)

Hef ég einhvern tíman minnst á það hvað mamma mín er dásamleg kona? Well, hún er það. Best í heimi!

1 Comment

Filed under Uncategorized