Monthly Archives: July 2005

Við fórum…

… að sjá Cat Power á Innipúkanum áðan. Hún var æði, en ég var ekki nógu ánægð með crowdið. Allir blaðrandi og hlæjandi og það virtist sem að voðalega fáir væru þarna til að njóta tónlistarinnar. Verið þá einhversstaðar annars staðar en gjammandi uppí eyrað á mér með tilheyrandi píkuskrækjum! *pirr* Skil ekki fólk sem að fer á tónleika til að tala saman! Slíkt gerir maður í heimahúsum eða á kaffihúsum eða eitthvað, ekki á tónleikum!

Og er það eitthvað tabú fyrir ófrískar konur að fara á tónleika? Það var þvílíkt glápt á mig! Sumir brostu til mín en á öðrum var einhverskonar hneykslunarsvipur. Það er ekki eins og ófrískar konur eigi að vera heima í einhverju glerbúri bara af því að þær eru ófrískar! Ég ELSKA að fara á tónleika, það er eitt það skemmtilegasta sem að ég geri, og ég geri það hiklaust ófrísk! Ætla að sjá Blonde Redhead á morgun og hlakka mikið til! Tónleikarnir þeirra hér í ágúst í fyrra voru hrein snilld! Trommarinn þeirra er svooooo geðveikt góður! Mig langaði pínu að vera lengur í kvöld og sjá Mugison og Brim en ég var orðin þreytt og lét þetta bara gott heita.

Mónika, Anna Sigga og dóttir hennar Alma Sóley komu í kaffi til mín í dag. Mikið var yndislegt að sjá þær allar. Ég var nýbúin að baka muffins svo að þetta hitti vel á, og Mio hellti uppá dýrindis kaffi handa okkur. Anna Sigga og Alma Sóley voru hérna í mat og alles og það var æði að sjá Mio leika við Ölmu Sóley. Hlakka svo til að gera þennann mann að pabba! :o)

Jæja… ætla fljótlega að fara að skríða uppí ból. Er orðin þreytt eftir daginn.

2 Comments

Filed under Uncategorized

Ég er búúúúiiiin!

Já, sko mína!

Ég kláraði The Quiltmaker í gær. Ég sat til að ganga fjögur að klára hana, bara gat ekki hætt!
Ég ákvað að nota bláu litina sem að ég var að spá í eftir miklar pælingar. Rósa kíkti aðeins hérna til mín og við spáðum og spekúleruðum og vorum báðar sammála um það að þessir bláu litir ættu eftir að koma best út. Enda þurfti þetta allt að tóna saman og það virtist vera sama hvaða setteringu ég dró fram, þessir pössuðu best. Hvítir og gráir tónar gerðu hana hálf jólalega greyið. En, hérna er hún:

Image hosted by Photobucket.com

Og hér getið þið séð myndir af ferlinu.

5 Comments

Filed under Uncategorized

Næstum búin!

Ég er alveg að verða búin með The Quiltmaker. Er alveg hrikalega ánægð með útkomuna. En núna vantar mig álit! Ég á bara eftir að sauma munstrið í rauða kjólinn. Og ég er að spá í að hafa það blátt. Það á að vera grænt, svona ólívugrænt, en þar sem að ég breytti kjól konunnar úr bláu í grænt þá vil ég ekki nota meira grænt. Og það er voðalega lítið blátt í myndinni svo að ég held að það eigi eftir að koma vel út. Hvað finnst ykkur?

Svona lítur hún út núna:

Image hosted by Photobucket.com

Og þetta eru litirnir sem að ég er að hugsa um að nota:

Image hosted by Photobucket.com

Önnur pæling er að nota hvíta, kannski útí grá tóna í staðinn fyrir þessa bláu. En ég held að það eigi eftir að gera rauða kjólinn of áberandi.

Hjálp!!!

9 Comments

Filed under Uncategorized

Ég er rosalega…

… þreytt og aum í dag. Verkjar svo hrikalega í grindina, aðallega rófubeinið og spjaldhrygginn þar í kring. Er alveg að drepast, búin að vera svona frá því í gær. Greinilegt að maður hefur ofkeyrt sig aðeins í flutningunum. Skrítið, því að mér finnst ég ekki vera búin að gera neitt! Kannski ekki alveg að marka þar sem að ég er einstaklega ofvirk manneskja að eðlisfari. Væri örugglega hálfnuð með baðherbergið (sem að er nánast fokhelt) ef ég væri ekki ólétt.

Fór í sjúkraþjálfun í dag og hún tók svo svakalega vel á mér að ég er alveg að drepast! En vonandi verður það til þess að ég verði aðeins betri á morgun. Er búin að haltra hérna um eins og hæna í allann dag. Samt er ég mest búin að sitja og sauma…. Gengur rosalega vel með The Quiltmaker og set líklega inn nýja mynd af henni seinna í kvöld eða á morgun.

3 Comments

Filed under Uncategorized

Í tilefni þess..

… að það er búið að tengja bæði ofn og helluborð hjá okkur, ætla ég að elda mitt dýrindis lasagne í kvöldmat! Oh hvað mig er búið að hlakka til að elda í nýja eldhúsinu mínu. Og á morgun ætla ég að baka eitthvað girnó! Spurning hvað það ætti að vera samt. Muffins kannski? Eða einhverja dýrindis súkkulaðiköku.

Dinner hjá Önnu og Wolf um helgina. Mig dauðlangar á Innipúkann, en ég veit það bara að ég á ekki eftir á njóta mín neitt. Er alltof ólétt eitthvað. Stundum væri þægilegt að geta tekið bumbuna af í smá tíma og geymt hana einhversstaðar. Hjónarúminu eða eitthvað. En vá… dagskráin á Innipúkanum er geðveik! Cat Power og Blonde Redhead!!!!! Ég hef séð Blonde Redhead en mig dauðlangar að sjá þau aftur. Og Cat Power er náttúrulega æðisleg! Oh, minnir mig á BJ minn :o) Og Trabant, Reykavík!, Hjálmar og fleira og fleira. Ég hvet sem flest að skella sér sem að ætla að vera í bænum, og dilla sér smá fyrir mig í leiðinni!

Jæja.. ætla að fara í gegnum frystinn og henda því sem að er komið á tíma. SVO, ætla ég að elda á nýju fínu græjunum mínum!

1 Comment

Filed under Uncategorized

Önnur erfið nótt..

… að baki. Það læðist að mér sá grunur að ég eigi ekki eftir að sofa neitt ofsalega mikið fram að fæðingu. Grindin er gjörsamlega að drepa mig og þá alveg sérstaklega á nóttinni. Fer í meðgöngusundið á eftir og sjúkraþjálfun á morgun og svo aftur sund á föstudag. Vonandi liðkar það mig aðeins til því að ég vil gera svo mikið hérna heima um helgina. Vá… gott plan eða þannig. Ná sér nógu góðri til að gera aftur útaf við sig :-/ Ætti kannski að hugsa upp annað battleplan.

Tengdó fór til Marokkó í nótt og Gyða systir er að fljúga til Mallorca.

Eitt sem að ég hef aldrei skilið er hin óbilandi trú skyldmenna minna á Mallorca. Ég hef einu sinni farið þangað, þegar ég var 12 ára, og ég ætla aldrei þangað aftur. Sa Coma, Iris raðhúsagarðurinn, Mallorca. Fæ alveg klígju við tilhugsunina. Íslendinganýlenda og þú getur keypt Morgunblaðið hjá kaupmanninum á horninu og færð íslenska matseðla á flestum veitingastöðum. Til hvers að ferðast og fara í frí til að hanga bara með sólbrunnum Íslendingum og sjá ekki vott af menningu á hvítri sandströndinni?
Foreldrar mínir, og báðar systur, hafa farið égveitekkihvaðoft til Sa Coma. Og yfirleitt er þetta einhver svona hópur af fólki sem að kynntist þarna 199ogeitthvað og fer alltaf saman. Blaah! Mamma hefur oft reynt að fá mig með þeim, en það er ekki fræðilegur að ég nenni því! Ég vil fara til staða sem að ég hef aldrei komið á áður! Eða fara eitthvað þar sem að hægt er að gera eitthvað annað en að segja Hafnarfjarðarbrandara við sundlaugarbakkann.

Vá.. ég náði greinilega ekki nægum svefni í nótt. Er þreytt og pirruð og mér er illt! Blööööh! Og henni Punky líst greinilega ekkert á útganginn á mér þar sem að hún situr á sófabakinu fyrir aftan mig og hamast við að snyrta á mér hárið. Hehe, sæti fugl :o)

Leave a comment

Filed under Uncategorized

Þið megið…

… kalla mig milljónamæring!

Um þrjúleytið í dag fékk ég sms úr heimabankanum mínum með tilkynningu um að búið væri að ganga frá öllu og milljónirnar mínar hefðu verið lagðar inná reikninginn minn. Aaaaah, góð tilfinning. Sat hérna með Mr.Burns glott dauðans á meðan ég hámaði í mig góðgæti úr bakaríinu með mömmu og Fanney. *taps fingers together* “Excellent”

Fór og keypti nýtt fuglabúr undir dísarfuglinn okkar hana Punky. Stórt og flott búr á 30% afslætti. Maður er alltaf að gera góð kaup þessa dagana! Rafvirkinn kemur í kvöld (eða á að koma í kvöld) og tengir ofninn og helluborðið. Þá get ég tapað mér í bakstrinum. Mig alveg klæjar að prófa að baka í nýja ofninum mínum! Blástursofn! Hef ekki bakað í svoleiðis fíneríi síðan ég flutti að heimann!

Jæja… ilmurinn úr eldhúsinu er svo lokkandi. Mamma að galdra fram einhver dásamlegan pastarétt og ég sit hér og slefa. Svo ætlar hún að sauma handa bumbulínunni sinni pils :o)

Hef ég einhvern tíman minnst á það hvað mamma mín er dásamleg kona? Well, hún er það. Best í heimi!

1 Comment

Filed under Uncategorized

Mikið rosalega…

… er ég þreytt!!! Enda ekki skrítið. Krílið hélt vöku fyrir mér í alla nótt. Eða kannski ekki krílið sjálft, heldur var ég með alveg gífurlega samdrætti. Ég fór seint uppí rúm (líklega að ganga 2) og vaknaði klukkan hálf fimm í morgun og hef ekkert sofið síðan. Er gjörsamlega búin á því og svo er grindin líka að segja til sín. Greinilegt að maður á að slaka á í kvöld.

Vildi að ég kæmist í saumó, en ég bara treysti mér ekki. Ætla frekar að koma mér vel fyrir uppí rúmi með saumadótið mitt og reyna að gera sem minnst. Það er bara svo hrikalega erfitt þegar það er svona mikið sem að þarf að gera!!!!

Leave a comment

Filed under Uncategorized

Ég er svo dugleg!!!

Þessi dagur er búin að vera mjög próduktívur! Eldhúsið er nánast ready. Ég tók uppúr öllum kössum sem að merktir voru eldhús og kom öllu rosalega vel fyrir í nýja fína eldhúsinu mínu. Það er alveg ótrúleg vellíðunartilfinning að raða inní nýja skápa. Og ég og Vilborg tengdó fórum í IKEA og keyptum 8 manna matar- og kaffistell til að setja í nýju fínu skápana. Ég var orðin frekar þreytt á ósamstæðum og misbrotnum diskum og bollum. Það sem að er heilt og ennþá nýtanlegt verður gefið í nytjagám Sorpu. Það eina sem að er eftir í eldhúsinu er að tengja helluborðið og ofninn. Við þurfum að fá rafvirkja í það batterí. Já, og svo líka að tengja ljósin undir skápana. Þá er það alveg ready.

Keypti líka fataskáp inní svefnherbergi, og hann kemur á morgun. Sá sem að er þar núna er einfaldlega alltof lítill fyrir okkur. Svo sá ég kommóðu sem að ég er að hugsa um að splæsa í líka, svona áður en krílið lætur sjá sig.

Mig langar SVO mikið að sjá þessa sýningu! Spurning um að gefa sér tíma á morgun frá allri geðveikinni og kíkja á dýrðina. Ég meina, myndirnar eru saumaðar!!! Maður getur bara ekki misst af þessu! Ekki svona handavinnukona eins og ég!

Og með þessum orðum er ég farin að sauma. Get ekki meir í dag, er alveg búin á því. Búin að setja tærnar uppí loft með slakandi fótakremi :o)

1 Comment

Filed under Uncategorized

Nöfn og gælunöfn.

Ég hef alltaf haft gaman af því að spá í nöfnum og hvernig þau geta oft haft áhrif á hvernig maður upplifir fólk. Þá er ég að meina að oft hef ég lent í því að hitta bara fólk sem að ég fíla ekki sem að heitir einhverju sérstöku nafni. Einhvern tíman heyrði ég því fleygt að allar konur sem að heita Kristrún væru frekjur. Ég þekki bara eina Kristrúnu, og það mjög lauslega, en hún hefur einmitt virkað svolítið frek á mig.

Allir strákar sem að ég þekki sem að heita Styrmir, eru t.d. hreint út sagt yndislegir menn. Rósur eru líka í miklu uppáhaldi hjá mér, enda heitir mamma mín Rósa og hún er gull. Ég hef aðeins hitt eina Rósu á lífsleiðinni sem að mér hefur ekki líkað við, enda stoppaði hún ekki lengi í mínu lífi. Þær sem að eftir sitja eru hreint út yndislegar. Líka allar konur sem að eru kallaðar Bogga. Uppáhalds fóstran mín á leikskóla var einmitt kölluð Bogga. Tengdó gæti verið kölluð Bogga en hún er oftast kölluð Vibba sem að mér finnst alls ekki passa við hana Vilborgu mína. Vibba er bara einhvern veginn ekki hún, amk ekki í mínum haus.

Gælunöfn eru ofsalega skemmtileg. Pabbi minn finnur upp mjög skemmtileg gælunöfn. Eins og á okkur systurnar.

Linda Björk = tjú tjú
Gyða = Krútta
Fanney = DúDú

Og hann Mio… hann heitir nefnilega ekkert Mio, hann heitir Sturla. En er alltaf kallaður Mio. Systir hans heitir Hrönn, en er alltaf kölluð Gauka/Gauksa. Valgeir bróðir þeirra er oft kallaður Bósi og Kristinn er kallaður Kiddi.

Ég hef líka verið dugleg að finna gælunöfn á hina og þessa sem að ég hef kynnst á lífsleið minni. Til dæmis kalla ég Björgu (sem að er systir pabba) alltaf Bjöggamma og manninn hennar Númafa (hann heitir Númi). Ég byrjaði á þessu þegar ég var pínulítið og ég geri þetta ennþá. Samt er Björg bara 2 árum eldri en pabbi minn og mamma, alls ekki nógu gömul til að vera amma mín :o) Og dóttir þeirra Bjargar og Núma heitir Guðrún Lilja, en ég hef alltaf kallað hana Dúlu. Foreldrar Núma fengu líka gælunöfn frá mér. Blómafi og Kleinaamma. Hann var alltaf í garðinum að rækta hann og gera hann fallegann, en hún bakaði bestu kleinur sem að ég hef á ævi minni smakkað. Blessuð sé minning þeirra.

Þetta er svona það sem að ég man í augnablikinu. Voðalega er gaman að spá í þessu :o)

2 Comments

Filed under Uncategorized

Viltu gera góðverk?

Ég bara verð að setja þetta hérna inn.

Sumt fólk er að leggja hönd á plóg í orðsins fyllstu merkingu.
Jón Levy er ungur Íslendingur sem hefur unnið sem sjálfboðaliði með munaðarlausum börnum, börnum sem væru einfaldlega á ruslahaugunum núna ef ekki væri fyrir menn eins og hann og aðra sem hjálpa.

Hann hefur beðið okkur nokkur sem þekkjum deili á þessum frábæra pilti um að dreifa bréfi og reyna að hvetja fólk til þess að hjálpa honum að bæta líf strákanna sem hann vinnur með.

Ég birti hér með bréfið og vona að flestir sjá sér fært um að sjá af nokkrum krónum í mjög góðan málstað 🙂 Ef allir gefa smá þá er þetta fljótt að koma.

Kæri lesandi.

Ég vil þakka þér fyrir að hafa gefið þér tíma til að lesa þetta bréf. Ég heiti Jón Levy og er 23 ára gamall. Fyrir rúmlega ári síðan sótti ég um starf sem sjálfboðaliði á heimili fyrir munaðarlaus börn í Mexico. Ég var samþykktur og byrjaði að vinna með börnunum í byrjun september 2004. Eins og er sinnir heimilið 850 börnum frá aldrinum 1-15 ára og er skipt í deildir rétt eins og leikskólar á Íslandi. Ég var settur í deild með drengjum á aldrinu 8-10 ára og sé um þá 24 tíma á dag. Ég vakna með þeim klukkan 5 á morgnanna, fer með þá í skólann, tek á móti þeim úr skólanum (sem er sérskóli innan heimilisins), við borðum saman, við vinnum saman heimavinnuna og spilum íþróttir eða gerum ýmis verkefni fram að kvöldmat. Ég les fyrir þá fyrir svefninn (ég er að lesa Gosa þessa stundina) og svo fer dagurinn annan hring.

Fyrirkomulagið á heimilinu er eitthvað sem ég verð að dást að. Nánast öll matvara er ræktuð á túnum heimilisins ásamt svínum og kjúklingum í fjósunum. Hvert einasta barn sér um að handþvo sín föt og tekur ábyrgð á sínum eigin hlutum ásamt því að sinna vinnu fyrir heimilið. Þetta getur t.d. verið að skera maís af akrinum eða þrífa diska í matsalnum. Það er ótrúlegt að sjá hvað er mögulegt þegar 850 einstaklingar vinna saman skipulega að einum ákveðnu markmiði. Að hver og einn sé nærður, fái menntun og finni að hann sé hluti af einni stórri fjölskyldu.

Nýtt skólatímabil hefst eftir tæplega mánuð og ég verð að segja að föt og skór strákanna minna eru farinn að syngja sitt síðasta. Nánast ekkert er til af blýöntum og stílabókum og skólatöskur eru munaður sem fáir hafa. Mér langar þess vegna að biðja þig lesandi góður um aðstoð svo ég geti mögulega orðið mér úti um þessa hluti. Hver króna hér skiptir meira máli en nokkur gæti ímyndað sér og með þinni hjálp er hægt að gera kraftaverk. Málið er að ég sé kraftaverk á hverjum degi þegar ég sé 850 krakka vinna hver að sínu húsverki og sæki svo mat í eldhúsið fyrir strákana mína. Þegar ég er að skammta matnum á diska fyrir strákana mína kemst ég ekki hjá því að hugsa hver vann maísinn í matnum, hver gaf svíninu sem ég er að skammta mat á hverjum degi, hver vann hveitið í brauðinu og hver bakaði það. Þetta er mesta kraftaverk sem ég hef séð.

Ef þú hefur áhuga að aðstoða mig við að koma strákunum míunm í ný föt, nýja skó og að ég geti keypt fyrir þá blýanta og stílabækur er hægt að leggja inn á móður mína og skrifa í lýsinguna ?Mexico?

Nafn: Selma Þorvaldsdóttir
Kennitala: 2401593769
Banki: 0319
Höfuðbók: 26
Reikningsnúmer: 8119

Ég vil þakka þér aftur fyrir að hafa gefið þér tíma til að lesa bréfið og vil enda þetta á orðtaki sem er notað hér innan heimilisins ?Contigo es posible? eða ?með þér er það mögulegt.?

Kær kveðja, Jón Levy.
p.s. Myndir af strákunum mínum er hægt að sjá á http://www.flickr.com/photos/levito/sets/521000/

Leave a comment

Filed under Uncategorized

Ég er búin að….

… finna eitt sem að ég er ekki aaalveg að fíla við meðgöngusundið. Það er tónlistinn. Oftast er hún alveg allt í lagi, en stundum koma svo hryllileg lög að ég dett algjörlega úr stuði :-/ Ég efast nú samt um að þær sem að eru með mér í tímum væru til í að hlusta á mína tónlist í staðinn hehe. Vildi að það væri til vatnsheldur i-pod. En samt.. þá mundi ég ekki heyra í kennaranum.

Ég er bara ekki þessi Ragnheiður Gröndal eða U2 týpa. Í dag var reyndar smá af Bob Marley og það fílaði ég vel. Væri alveg til í smá GY!BE eða Hot Chip! inná milli!

Annars eru þessir tímar pjúra snilld. Það er svo gott og auðvelt að hreyfa sig í vatninu og þessar æfingar taka virkilega á. Ég verð alltaf alveg dauðþreytt eftir tímana og langar bara heim að leggja mig, sem að ég geri þegar ég get. Ekki tækifæri til þess þessa dagana því að heimasætan er auðvitað hætt á leikskólanum og er bara að bíða eftir að komast í skólann.

Jæja… ég mundi eftir að kaupa DMC 501 í gær svo að ég ætla að halda áfram með The Quiltmaker. En svona lítur hún út í dag:

Image hosted by Photobucket.com

Ég veit ekki með ykkur, en mér finnst hún æðisleg í svona grænum kjól! Ég var rosa hrifin af bláa, en þessi finnst mér líka koma ofsalega vel út. Enda er hún handa vinkonu mömmu sem að er miklu meira græn heldur en blá :o)

4 Comments

Filed under Uncategorized

Ég ætla að drífa…

… mig í meðgöngusundið í dag. Ég hef ekkert getað mætt vegna flutninga og veikinda í síðustu 4 tímana. Það er ekki gott því að þessi vatnsleikfimi er alveg rosalega góð fyrir mig. Pabbi minn góði ætlar að skutla mér. Ég mundi labba, en þessi brekka sem að liggur upp að Hrafnistu sundlauginni er algjör killer!

Svo ætla ég að reyna að vera rosalega dugleg þegar ég kem heim aftur. Borðplatan var sett á í gær og vaskurinn settur í. Blöndunartækin eru komin á en það er ekki búið að tengja affallið… eitthvað vesen með að þetta og hitt stykkið passi ekki saman. En því verður kippt í liðinn í dag. Svolítið óþægilegt að hafa ekki rennandi vatn samt… En það reddast, ég trimma þá bara upp og niður hringstigann.

Verð bara að gera eitthvað… finnst eins og að fyrst að ég geti ekki verið í drullugallanum að brjóata niður veggi og flísaleggja að ég sé hálf gagnslaus. Ég meina, maður getur varla burðast með þessa pappakassa, hvað þá meira :-/

Stundum væri gott að geta tekið kúluna og lagt hana frá sér í nokkra tíma.

Leave a comment

Filed under Uncategorized

Ég sem að var..

… orðin nokkuð hress. Held að flensupestinn sé að koma aftur að ásækja mig. Að minnsta kosti er mér alveg ógeðslega kalt en er samt í kjól, buxum, sokkum, inniskóm og ullarpeysu. Ef ég verð aftur svona veik, þá öskra ég alveg óhuggulega mikið og hátt! Og það er ekki fallegt að heyra mig öskra, það er eiginlega bara frekar ljótt!

Gyða systir (sem að kölluð er Krútta) er á leiðinni að sækja heimasætuna. Þær ætla að eiga saman einn af sínum alþekktu skvísudögum þar sem að þær fara saman í sund og skvísast saman í bænum. Sem að er ágætt því að þá get ég farið að gera ennþá meira hérna heima… Spurning hvort að þetta ennþá meira verði að taka uppúr kössum eða að setjast niður, vafin inní teppi með saumadótið í fanginu.

*verð að muna, vantar ennþá DMC 501*

Borðplatan á eldhúsið er tilbúin og verður sótt síðar í dag. Sem að er æðislegt því að þá get ég fengið bæði vask og rennandi vatn! Svo kaupi ég helluborð og viftu þegar peningarnir mínir koma inná reikninginn minn, líklega á morgun eða í síðasta lagi á mánudag. Baðherbergispælingar eru nánast ready. Það er æði að við Mio séum svona sammála í því hvernig hlutirnir eiga að vera. Okkur finnast sömu flísar fallegar og féllum bæði fyrir sömu blöndunartækjunum fyrir sturtuna og vaskinn :o) Gvöööööööð hvað við erum sæt! hehe

1 Comment

Filed under Uncategorized

Zzzzzzzzz

Afsalið í dag gekk vel. Og ég ætti að fá milljónirnar mínar inná reikninginn minn á föstudag.. mánudag í síðasta lagi.

Stelpan sem að er að kaupa (ásamt kærastanum sínum) kom og skoðaði áður en afsalið fór fram og hún var voða skotin í íbúðinni. Enda ekki annað hægt! Krúttaraleg íbúð sem að ég er strax farin að sakna.

Eftir þetta tók við Byko(flísar, blöndunartæki), Húsasmiðjan (náðum í ofninn okkar og skoðuðum flísar og blöndunartæki), matarboð á efri hæðinni ásamt Valgeiri, Gabríel, Sindra, Jan og Gauksu.

Var að setjast niður í fyrsta skipti síðan kl.8.30 í morgun… ætla að fara að sofa eftir að ég sendi út næsta skammt af Leyni SAL 3 fyrir klúbbinn minn.

Góða nótt.

2 Comments

Filed under Uncategorized