Gærdagurinn…

… fór í verki. Ég er að bilast á þessum fyrirvaraverkjum. Ég var svona síðustu 2-3 mánuðina þegar ég gekk með Sumarrós og var svo innilega að vonast til að ég þyrfti ekki að díla við þá núna, en neeeeiiii…. Ég fæ verki á hverjum einasta degi, mismikla. Í gær var ég gjörsamlega að drepast alveg til að ganga 5 í nótt og vaknaði nokkrum sinnum eftir það með verki. Sem betur fer veit ég samt alveg að það er ekkert að gerast. Barnið er ekki að koma. Maður býr svo vel að fyrri reynslu að maður veit alveg hvernig verkirnir breytast þegar maður er loksins að fara af stað. En þessir fyrirvaraverkir eru andskoti sterkir og verða meira að segja nokkuð reglulegir stundum. En… ég bíð bara, enda um það bil 8 vikur þar til barnið á að fæðast.

Ég er búin að vera að dunda mér í IKEA kitchen planner í gær og í dag. Er að hanna eldhúsið á nýja staðnum. Ferlega gaman eitthvað hehe!

Ég er líka löngu búin að stinga bangsabútinn minn, en ég er bara myndavélarlaus þessa dagana. Saving Private Ryan var að byrja.. spurning hvort að maður glápi ekki bara á hana með öðru á meðan ég sauma síðasta skammt vikunnar í Leyni SAL 3.

Leave a comment

Filed under Uncategorized

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s