Fékk loksins…

… myndavélina í hendurnar svo að ég er búin að nýta daginn vel.

Það eru konur úti í heimi sem að eru mér ofsalega kærar. Við erum búnar að vera saman í saumaklúbb(um) á netinu síðan 1999 svo að við erum farnar að þekkjast nokkuð vel. Þegar ég sagði þeim að ég ætti von á barni, þá hrintu þær af stað (í samráði við mig) smá verkefni. Þær sem að höfðu tíma saumuðu ferning með bangsa á. Þessa ferninga, samtals 12 stykki, ætlar mamma mín svo að sauma saman og gera bútasaumsteppi úr fyrir krílið. Ætli þetta verði ekki svona gólf/leikteppi miðað við stærðina. Ég er þessum konum afskaplega þakklát og ég á eftir að passa þetta teppi vel!

Hér getið þið séð myndir af öllum bútunum sem að ég er búin að fá og munu fara í teppið.

Og hérna er mynd af bútnum sem að ég gerði.

Image hosted by Photobucket.com

Hér er hann án afturstings:

Image hosted by Photobucket.com

Eins og ég sagði um daginn, það er svo gaman að sjá hvað afturstingurinn gerir mikið fyrir myndirnar sem að maður saumar. Í sumum myndum er hann óþarfi, eins og flestum frá Lizzie*Kate, Lavender & Lave og Mirabilia en í öðrum myndum, eins og t.d. bangsanum er algjör nauðsyn að gera afturstinginn.

4 Comments

Filed under Uncategorized

4 responses to “Fékk loksins…

 1. Sonja

  Ótrúlegur munur fyrir og eftir aftursting. Ég er vanalega ekki hrifin af bangsamyndum en þessir bangsar sem verða í teppinu eru sumir hverjir ótrúlega flottir.

 2. Rósa

  Ég segi það sama og Sonja, rosalegur munur fyrir og eftir aftursting. Þarna sér maður svart á hvítu hvað afturstingurinn getur gert mikið fyrir myndir.

  Ég skoðaði líka bangsana sem verða í teppinu og mikið rosalega held ég að þetta verði glæsilegt teppi. Til hamingju með það 🙂

 3. Dagný Ásta

  vá, þetta eru rosalega flottar myndir.. og sniðug hugmynd 🙂

  það er ferlega gaman að sjá myndirnar mótast á efninu hjá manni 🙂 og enn skemmtilegra að sjá hvernig þær breytast með afturstingnum 🙂

 4. Litla Skvís

  Dagný Ásta: Takk fyrir það :o)
  Ég hlakka svo ofsalega til að sjá hvað mamma gerir svo í sambandi við að setja þetta allt saman í eitt teppi!!

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s