Þetta var góður…

dagur :o)

Fór í sjúkraþjálfun og nálastungur sem að var hreint unaðslegt. Kom svo hérna heim og lagði mig í smástund og fór svo á læknastúss. Fyrst heimasætan og svo ég til ljósmóðurinnar. Sumarrós kom með og henni fannst það mest fyndið að mamma hennar þurfti að fá sprautu í rassinn! (þaðan kemur húmorinn Sonja mín). Hún ljómaði líka öll þegar ljósan var að hjálpa henni að finna barnið inní maganum mínum. Strauk litlu hendinni hennar yfir bumbuna og sagði “hérna er svo hausinn, og hérna bakið og rassinn….” og útskýrði þetta allt saman fyrir henni. Og Sumarrós fékk gefins sprautu til að leika sér með og hún gerði mikið af því að sprauta mig, mömmu og Fanney systur í allann dag.

Svo fórum við í frú Bóthildi og keyptum efni í bútasaumsteppið. Jeminn hvað það er mikið til af krúttaralegum efnum! En við enduðum á því að velja þessi hér:

Image hosted by Photobucket.com

Gátum ekki neglt niður einhvern einn lit, og gátum heldur ekki neglt niður eitthvað eitt efni, svo að við ákváðum að hafa þetta bara svolítið skrautlegt og skemmtilegt teppi! Ég vil líka hafa bjarta og flotta liti í þessu, ég er ekki mikil pastel manneskja.

Svo fórum við í Kringluna. Skoðuðum ljósmyndirnar og versluðum aðeins. Ég keypti nú bara nærbuxur handa sjálfri mér, en svona sígaunapils, hlýrabol, peysu og stuttermabol handa Sumarrós og svo varð ég að kaupa einar hrikalega sætar sokkabuxur handa bumbukrúttinu :o)

Fórum svo heim til mömmu og pabba og borðuðum grillaðar kjúklingabringur a la pabbi. Rosalega góðar. Ég og mamma brainstormuðum yfir teppinu og plottuðum og plönuðum ýmislegt. Það er svoooooo sætt að sjá hvað hún er orðin spennt fyrir næsta barnabarni. Hún er nú bara mesta krúttið hún mamma mín

1 Comment

Filed under Uncategorized

One response to “Þetta var góður…

  1. Rósa

    Þetta verður ótrúlega flott teppi. Mér lýst vel á efnin sem þið völduð, augljóslega smekkmanneskjur á ferð 🙂

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s