Ég get ekki…

… skoðað eða heyrt fleiri fréttir í dag. Er alveg búin á því eftir þennann hálftíma sem að ég hef notað heima eftir erfiðan dag í að skoða fréttir. Langar bara að segja að hjarta mitt er hjá öllum þeim sem að eiga um sárt að binda í heiminum, sama hvort að þeir séu í London eða annars staðar.
Ég gæti farið útí heilmiklar pólitískar blammeringar akkúrat núna, en ég held að ég sleppi því… í bili amk.

Fyrir utan fréttirnar, þá átti ég fínann dag.
Ég fór í IKEA og þeir eru að teikna upp innréttingu fyrir mig. Svo fór ég í Smáralindina og flippaði aðeins á útsölunum hehe. Keypti þrjá toppa/boli á mig sem að passa yfir bumbuna og mamma gaf mér einn. Sumarrós keypti sér föt fyrir afmælispeninginn sem að hún fékk frá langafa sínum. Ég leitaði mér að sundfötum en fann ekkert. Reyndar fann ég geggjuð í Útilíf, en come on! Næstum því átta þúsundkall BARA fyrir toppinn! I don’t think so! Sama hversu mikinn pening ég á!! Ég ætla að leita betur um helgina bara. Nota sundbolinn á morgun og finn svo eitthvað annað.

Svo keypti ég æðislega espresso bolla og könnu og kaffi handa Vilborgu tengdó í amælisgjöf. Fórum svo í afmælisveislu til hennar um fimmleytið og komum heim rétt rúmlega átta. Þarf að fara að standa upp af rassinum og gera eitthvað hérna heimavið, eins og að ganga frá eftir verslunarferðina í dag og hengja upp úr þvottavélinni! Þá get ég kannski sest niður og saumað aðeins og róað taugarnar…. finnst eins og ég sé að upplifa 9-11 aftur :-/

1 Comment

Filed under Uncategorized

One response to “Ég get ekki…

  1. Hafrún Ásta

    *KNÚS* Æji ég skil þig svo vel ég fæ alveg rosalega ónotatilfinningu í magann, kökk í hálsinn og tár í augun þegar ég hugsa til alls saklausa fólksins sem þjáist að svona völdum.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s