Ég er að reyna…

… að hafa mig í það að byrja að pakka ofaní kassa.. Við skötuhjúin vorum að koma úr Húsasmiðjunni þar sem að við keyptum pappakassa, teip og svarta ruslapoka. Mio er farinn yfir í nýja hús til að smíða og breyta og bæta þar, og ég ætlaði að byrja að pakka niður hér þeim hlutum sem að eru ekki í notkun svona dagsdaglega. Ég er bara eitthvað að mikla fyrir mér hvar ég eigi að byrja! Er svo skipulögð að stundum er ég hrædd við að byrja því að ég held að ég eigi eftir að byrja á vitlausum enda! How stupid is that? Það er ekki eins og heimurinn farist þó svo að ég pakki fyrst niður bókum í staðinn fyrir fötum sem að eru orðin of lítil á Sumarrós!

Ætla að vera dugleg svo að ég geti sest niður og slappað af þegar Sumarrós kemur heim á eftir. Hún fór nefnilega með mömmu og pabba til afa í Vogunum að prófa nýja heita pottinn hans.

En já…. best að drattast af stað!!!!

2 Comments

Filed under Uncategorized

2 responses to “Ég er að reyna…

  1. Rósa

    Hey, ég skal koma og hjálpa þér ef þú vilt!!! Láttu mig bara vita!!!

  2. Anonymous

    Mikið skil ég þig- ég á að vera að pakka, en sit bara og góni á dótið. Var búin að ákveða að HENDA í þetta sinn öllu því sem ég hef draslað með mér, jafnvel land úr landi síðustu tíu ár og nota aldrei. En það er sko mál að hafa sig í það. Ég hugsa að ég sitji hér þangað til ég verð borin út. Eins og ég hlakka til að flytja á nýja staðinn. Hvað er að manni???

    zgae á barnalandi

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s