Úff….

Ég er með öfugsnúna þreytu.

Ég er þreytt allan liðlangann daginn, þangað til um svona kvöldmatarleytið, þá er ég bara dúndrandi spræk. Og ég tala nú ekki um þegar að ég á að fara að sofa, þá er ég yfirleitt hressust. Frekar pirrandi svona… sérstaklega þar sem að heimasætan hættir á leikskólanum eftir þessa viku og við verðum saman í sumarfríi. Ekkert gaman að vera þreyttur allann daginn alla daga með eina súper aktíva 6 ára í kringum sig.

Er samt búin að ákveða að fara með henni á Madagaskar í bíó þegar hún kemur. Hlakka rosalega til að sjá hana. Ég bara elska teiknimyndir! Þá er gott að eiga 6 ára “afsökun” til að fara að sjá allar svona myndir í bíó.

Ég gerði óformlega bumbukönnun í meðgöngusundinu í dag. Ég er ekkert með óeðlilega stóra bumbu eins og svo margir vilja halda fram. Hún er bara ofsalega framstæð (eins og ég hafi étið körfubolta) og þar sem að ég er ekki beint stór kona heldur eiginlega bara lítil og smábeinótt, virkar hún auðvitað miklu stærri. Eða þá að ég er bara í afneitun! Hahaha! En í alvöru, sjáið bara:

Image hosted by Photobucket.com

Hún er ekkert svo huge! Er komin 32 vikur þegar þessi var tekinn.

1 Comment

Filed under Uncategorized

One response to “Úff….

  1. Anonymous

    bara mega flott bumba 🙂

    Erla
    http://www.blog.central.is/erlarokk

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s