Stundum held ég að þetta barn ætli bara útúr mér í gegnum naflann eða eitthvað!
Ekkert lítið sem að gengur á akkúrat núna! *dæs*
Enda mamman búin að vera virkilega óþekk undanfarna daga og búin að reyna alltof mikið á sig. Uppskar þar af leiðandi brjálað bumbukríli og massíva samdrætti. Spurning um að slappa af í kvöld og þangað til á morgun þegar við flytjum öll húsgögnin yfir (pappakassarnir fóru í dag).
Ætla að sauma meira í The Quiltmaker. Ég er rosalega ánægð með litina sem að ég valdi í kjólinn á konunni, en ég er að breyta þeim úr bláum í græna. Tek kannski mynd á eftir og set hana inn. Annars vantar mig DMC 501, ég kláraði þessar 2 dokkur sem að ég átti af honum í gær.
Mig langar að sauma þessar:
Fairy Grandmother
Fairy Dreams
Spiritdancer
Earthdancer
Ooooh…. mig vantar fleiri tíma í sólahringinn!!
Gott að vita að flutningarnir ganga vel 🙂
Ég held að ég myndi ekki þora að breyta svona litum í myndum.. Kannski það breytist þegar maður er orðinn reyndari en eins og er myndi ég ekki þora því, yrði hrædd við að klúðra því 😦 Er samt viss um þú gerir þetta vel og ég hlakka til að sjá mynd þegar tækifæri gefst hjá þér að sýna okkur mynd 🙂
Það er ekkert erfitt að breyta litum í myndum, sérstaklega ekki ef þú ert með Pattern Maker ;o) Þá getur maður séð svona nokkurn veginn fyrirfram hvernig myndin á eftir að koma út.
Ég á Quiltmaker í bláum, fjólubláum og grænum litum :o)
Það eru 2 eða 3 myndir af Quiltmaker inní yahoo! albúminu mínu (merkt MSAL#3 því að þetta var leyni sal í amerískum klúbbi sem að ég er í) en það sést ekki mikið af þessu græna þar.