Ég sem að var..

… orðin nokkuð hress. Held að flensupestinn sé að koma aftur að ásækja mig. Að minnsta kosti er mér alveg ógeðslega kalt en er samt í kjól, buxum, sokkum, inniskóm og ullarpeysu. Ef ég verð aftur svona veik, þá öskra ég alveg óhuggulega mikið og hátt! Og það er ekki fallegt að heyra mig öskra, það er eiginlega bara frekar ljótt!

Gyða systir (sem að kölluð er Krútta) er á leiðinni að sækja heimasætuna. Þær ætla að eiga saman einn af sínum alþekktu skvísudögum þar sem að þær fara saman í sund og skvísast saman í bænum. Sem að er ágætt því að þá get ég farið að gera ennþá meira hérna heima… Spurning hvort að þetta ennþá meira verði að taka uppúr kössum eða að setjast niður, vafin inní teppi með saumadótið í fanginu.

*verð að muna, vantar ennþá DMC 501*

Borðplatan á eldhúsið er tilbúin og verður sótt síðar í dag. Sem að er æðislegt því að þá get ég fengið bæði vask og rennandi vatn! Svo kaupi ég helluborð og viftu þegar peningarnir mínir koma inná reikninginn minn, líklega á morgun eða í síðasta lagi á mánudag. Baðherbergispælingar eru nánast ready. Það er æði að við Mio séum svona sammála í því hvernig hlutirnir eiga að vera. Okkur finnast sömu flísar fallegar og féllum bæði fyrir sömu blöndunartækjunum fyrir sturtuna og vaskinn :o) Gvöööööööð hvað við erum sæt! hehe

1 Comment

Filed under Uncategorized

One response to “Ég sem að var..

  1. Siggalára

    Mmmm. Ekkert betra en menn sem vita að þeir eiga að vera sammála manni. Held sveimérþá að það sé hornsteinninn að hamingjusömum samböndum. 😉

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s