Ég ætla að drífa…

… mig í meðgöngusundið í dag. Ég hef ekkert getað mætt vegna flutninga og veikinda í síðustu 4 tímana. Það er ekki gott því að þessi vatnsleikfimi er alveg rosalega góð fyrir mig. Pabbi minn góði ætlar að skutla mér. Ég mundi labba, en þessi brekka sem að liggur upp að Hrafnistu sundlauginni er algjör killer!

Svo ætla ég að reyna að vera rosalega dugleg þegar ég kem heim aftur. Borðplatan var sett á í gær og vaskurinn settur í. Blöndunartækin eru komin á en það er ekki búið að tengja affallið… eitthvað vesen með að þetta og hitt stykkið passi ekki saman. En því verður kippt í liðinn í dag. Svolítið óþægilegt að hafa ekki rennandi vatn samt… En það reddast, ég trimma þá bara upp og niður hringstigann.

Verð bara að gera eitthvað… finnst eins og að fyrst að ég geti ekki verið í drullugallanum að brjóata niður veggi og flísaleggja að ég sé hálf gagnslaus. Ég meina, maður getur varla burðast með þessa pappakassa, hvað þá meira :-/

Stundum væri gott að geta tekið kúluna og lagt hana frá sér í nokkra tíma.

Leave a comment

Filed under Uncategorized

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s