Ég er búin að….

… finna eitt sem að ég er ekki aaalveg að fíla við meðgöngusundið. Það er tónlistinn. Oftast er hún alveg allt í lagi, en stundum koma svo hryllileg lög að ég dett algjörlega úr stuði :-/ Ég efast nú samt um að þær sem að eru með mér í tímum væru til í að hlusta á mína tónlist í staðinn hehe. Vildi að það væri til vatnsheldur i-pod. En samt.. þá mundi ég ekki heyra í kennaranum.

Ég er bara ekki þessi Ragnheiður Gröndal eða U2 týpa. Í dag var reyndar smá af Bob Marley og það fílaði ég vel. Væri alveg til í smá GY!BE eða Hot Chip! inná milli!

Annars eru þessir tímar pjúra snilld. Það er svo gott og auðvelt að hreyfa sig í vatninu og þessar æfingar taka virkilega á. Ég verð alltaf alveg dauðþreytt eftir tímana og langar bara heim að leggja mig, sem að ég geri þegar ég get. Ekki tækifæri til þess þessa dagana því að heimasætan er auðvitað hætt á leikskólanum og er bara að bíða eftir að komast í skólann.

Jæja… ég mundi eftir að kaupa DMC 501 í gær svo að ég ætla að halda áfram með The Quiltmaker. En svona lítur hún út í dag:

Image hosted by Photobucket.com

Ég veit ekki með ykkur, en mér finnst hún æðisleg í svona grænum kjól! Ég var rosa hrifin af bláa, en þessi finnst mér líka koma ofsalega vel út. Enda er hún handa vinkonu mömmu sem að er miklu meira græn heldur en blá :o)

4 Comments

Filed under Uncategorized

4 responses to “Ég er búin að….

 1. Rósa

  Vá!! Hún er ekkert smá flott svona í grænum kjól! Ég held hún sé bara flottari, svei mér þá 🙂

 2. Dagný Ásta

  svaka flott mynd 🙂
  congrats, hlakka til að sjá hana fullgerða 🙂

 3. Edda

  Linda.

  Hún er frábær í þessum græna kjól.

  Kveðja,
  Edda

 4. Sonja

  Mjög flott í græna kjólnum. Mér finnst bláa útgáfan líka einum of dökk. Verð að vera sammála Rósu að hún er bara flottari í grænu ef eitthvað er.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s