Nöfn og gælunöfn.

Ég hef alltaf haft gaman af því að spá í nöfnum og hvernig þau geta oft haft áhrif á hvernig maður upplifir fólk. Þá er ég að meina að oft hef ég lent í því að hitta bara fólk sem að ég fíla ekki sem að heitir einhverju sérstöku nafni. Einhvern tíman heyrði ég því fleygt að allar konur sem að heita Kristrún væru frekjur. Ég þekki bara eina Kristrúnu, og það mjög lauslega, en hún hefur einmitt virkað svolítið frek á mig.

Allir strákar sem að ég þekki sem að heita Styrmir, eru t.d. hreint út sagt yndislegir menn. Rósur eru líka í miklu uppáhaldi hjá mér, enda heitir mamma mín Rósa og hún er gull. Ég hef aðeins hitt eina Rósu á lífsleiðinni sem að mér hefur ekki líkað við, enda stoppaði hún ekki lengi í mínu lífi. Þær sem að eftir sitja eru hreint út yndislegar. Líka allar konur sem að eru kallaðar Bogga. Uppáhalds fóstran mín á leikskóla var einmitt kölluð Bogga. Tengdó gæti verið kölluð Bogga en hún er oftast kölluð Vibba sem að mér finnst alls ekki passa við hana Vilborgu mína. Vibba er bara einhvern veginn ekki hún, amk ekki í mínum haus.

Gælunöfn eru ofsalega skemmtileg. Pabbi minn finnur upp mjög skemmtileg gælunöfn. Eins og á okkur systurnar.

Linda Björk = tjú tjú
Gyða = Krútta
Fanney = DúDú

Og hann Mio… hann heitir nefnilega ekkert Mio, hann heitir Sturla. En er alltaf kallaður Mio. Systir hans heitir Hrönn, en er alltaf kölluð Gauka/Gauksa. Valgeir bróðir þeirra er oft kallaður Bósi og Kristinn er kallaður Kiddi.

Ég hef líka verið dugleg að finna gælunöfn á hina og þessa sem að ég hef kynnst á lífsleið minni. Til dæmis kalla ég Björgu (sem að er systir pabba) alltaf Bjöggamma og manninn hennar Númafa (hann heitir Númi). Ég byrjaði á þessu þegar ég var pínulítið og ég geri þetta ennþá. Samt er Björg bara 2 árum eldri en pabbi minn og mamma, alls ekki nógu gömul til að vera amma mín :o) Og dóttir þeirra Bjargar og Núma heitir Guðrún Lilja, en ég hef alltaf kallað hana Dúlu. Foreldrar Núma fengu líka gælunöfn frá mér. Blómafi og Kleinaamma. Hann var alltaf í garðinum að rækta hann og gera hann fallegann, en hún bakaði bestu kleinur sem að ég hef á ævi minni smakkað. Blessuð sé minning þeirra.

Þetta er svona það sem að ég man í augnablikinu. Voðalega er gaman að spá í þessu :o)

2 Comments

Filed under Uncategorized

2 responses to “Nöfn og gælunöfn.

  1. Dagný Ásta

    ég skil alveg upp á hár hvað þú átt við með nöfn og hvernig maður upplifir fólk með sem ber þessi nöfn.. t.d. þekki ég enga Hildi sem ég get sagt að ég fíli.. þær sem ég hef kynnst og bera þetta nafn láta allar sem þær séu merkilegri en allir hinir og ó so holyer than now 😛 ef þú skilur hvað ég á við 🙂

  2. tinna

    Ég á frænku sem heitir Þórunn og hef kallað hana Sósu frá því að ég var ponkupons og hún passaði mig, þá lá beinast við að kalla systur hennar sem heitir Guðný, Súpu 🙂

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s