Ég er svo dugleg!!!

Þessi dagur er búin að vera mjög próduktívur! Eldhúsið er nánast ready. Ég tók uppúr öllum kössum sem að merktir voru eldhús og kom öllu rosalega vel fyrir í nýja fína eldhúsinu mínu. Það er alveg ótrúleg vellíðunartilfinning að raða inní nýja skápa. Og ég og Vilborg tengdó fórum í IKEA og keyptum 8 manna matar- og kaffistell til að setja í nýju fínu skápana. Ég var orðin frekar þreytt á ósamstæðum og misbrotnum diskum og bollum. Það sem að er heilt og ennþá nýtanlegt verður gefið í nytjagám Sorpu. Það eina sem að er eftir í eldhúsinu er að tengja helluborðið og ofninn. Við þurfum að fá rafvirkja í það batterí. Já, og svo líka að tengja ljósin undir skápana. Þá er það alveg ready.

Keypti líka fataskáp inní svefnherbergi, og hann kemur á morgun. Sá sem að er þar núna er einfaldlega alltof lítill fyrir okkur. Svo sá ég kommóðu sem að ég er að hugsa um að splæsa í líka, svona áður en krílið lætur sjá sig.

Mig langar SVO mikið að sjá þessa sýningu! Spurning um að gefa sér tíma á morgun frá allri geðveikinni og kíkja á dýrðina. Ég meina, myndirnar eru saumaðar!!! Maður getur bara ekki misst af þessu! Ekki svona handavinnukona eins og ég!

Og með þessum orðum er ég farin að sauma. Get ekki meir í dag, er alveg búin á því. Búin að setja tærnar uppí loft með slakandi fótakremi :o)

1 Comment

Filed under Uncategorized

One response to “Ég er svo dugleg!!!

  1. Sonja

    Við vorum einmitt líka að kaupa matarstell í IKEA til að geta losna við gamla ósamstæða draslið. Létum okkur reyndar nægja 4 manna.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s