Þið megið…

… kalla mig milljónamæring!

Um þrjúleytið í dag fékk ég sms úr heimabankanum mínum með tilkynningu um að búið væri að ganga frá öllu og milljónirnar mínar hefðu verið lagðar inná reikninginn minn. Aaaaah, góð tilfinning. Sat hérna með Mr.Burns glott dauðans á meðan ég hámaði í mig góðgæti úr bakaríinu með mömmu og Fanney. *taps fingers together* “Excellent”

Fór og keypti nýtt fuglabúr undir dísarfuglinn okkar hana Punky. Stórt og flott búr á 30% afslætti. Maður er alltaf að gera góð kaup þessa dagana! Rafvirkinn kemur í kvöld (eða á að koma í kvöld) og tengir ofninn og helluborðið. Þá get ég tapað mér í bakstrinum. Mig alveg klæjar að prófa að baka í nýja ofninum mínum! Blástursofn! Hef ekki bakað í svoleiðis fíneríi síðan ég flutti að heimann!

Jæja… ilmurinn úr eldhúsinu er svo lokkandi. Mamma að galdra fram einhver dásamlegan pastarétt og ég sit hér og slefa. Svo ætlar hún að sauma handa bumbulínunni sinni pils :o)

Hef ég einhvern tíman minnst á það hvað mamma mín er dásamleg kona? Well, hún er það. Best í heimi!

1 Comment

Filed under Uncategorized

One response to “Þið megið…

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s