Önnur erfið nótt..

… að baki. Það læðist að mér sá grunur að ég eigi ekki eftir að sofa neitt ofsalega mikið fram að fæðingu. Grindin er gjörsamlega að drepa mig og þá alveg sérstaklega á nóttinni. Fer í meðgöngusundið á eftir og sjúkraþjálfun á morgun og svo aftur sund á föstudag. Vonandi liðkar það mig aðeins til því að ég vil gera svo mikið hérna heima um helgina. Vá… gott plan eða þannig. Ná sér nógu góðri til að gera aftur útaf við sig :-/ Ætti kannski að hugsa upp annað battleplan.

Tengdó fór til Marokkó í nótt og Gyða systir er að fljúga til Mallorca.

Eitt sem að ég hef aldrei skilið er hin óbilandi trú skyldmenna minna á Mallorca. Ég hef einu sinni farið þangað, þegar ég var 12 ára, og ég ætla aldrei þangað aftur. Sa Coma, Iris raðhúsagarðurinn, Mallorca. Fæ alveg klígju við tilhugsunina. Íslendinganýlenda og þú getur keypt Morgunblaðið hjá kaupmanninum á horninu og færð íslenska matseðla á flestum veitingastöðum. Til hvers að ferðast og fara í frí til að hanga bara með sólbrunnum Íslendingum og sjá ekki vott af menningu á hvítri sandströndinni?
Foreldrar mínir, og báðar systur, hafa farið égveitekkihvaðoft til Sa Coma. Og yfirleitt er þetta einhver svona hópur af fólki sem að kynntist þarna 199ogeitthvað og fer alltaf saman. Blaah! Mamma hefur oft reynt að fá mig með þeim, en það er ekki fræðilegur að ég nenni því! Ég vil fara til staða sem að ég hef aldrei komið á áður! Eða fara eitthvað þar sem að hægt er að gera eitthvað annað en að segja Hafnarfjarðarbrandara við sundlaugarbakkann.

Vá.. ég náði greinilega ekki nægum svefni í nótt. Er þreytt og pirruð og mér er illt! Blööööh! Og henni Punky líst greinilega ekkert á útganginn á mér þar sem að hún situr á sófabakinu fyrir aftan mig og hamast við að snyrta á mér hárið. Hehe, sæti fugl :o)

Leave a comment

Filed under Uncategorized

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s