Næstum búin!

Ég er alveg að verða búin með The Quiltmaker. Er alveg hrikalega ánægð með útkomuna. En núna vantar mig álit! Ég á bara eftir að sauma munstrið í rauða kjólinn. Og ég er að spá í að hafa það blátt. Það á að vera grænt, svona ólívugrænt, en þar sem að ég breytti kjól konunnar úr bláu í grænt þá vil ég ekki nota meira grænt. Og það er voðalega lítið blátt í myndinni svo að ég held að það eigi eftir að koma vel út. Hvað finnst ykkur?

Svona lítur hún út núna:

Image hosted by Photobucket.com

Og þetta eru litirnir sem að ég er að hugsa um að nota:

Image hosted by Photobucket.com

Önnur pæling er að nota hvíta, kannski útí grá tóna í staðinn fyrir þessa bláu. En ég held að það eigi eftir að gera rauða kjólinn of áberandi.

Hjálp!!!

9 Comments

Filed under Uncategorized

9 responses to “Næstum búin!

 1. Siggalára

  Vá. Get ekki ráðlagt, en verð nú bara að lýsa yfir hamslausri aðdáun. Var að berjast við að sauma pínulitla mynd af feitum kellingum á baðfötum, en hún varð geðveikt hornskökk þannig að ég fór í fýlu við hana. Og gafst upp og nenni ekki að klára hana, eins og ég geri yfirleitt þegar hlutirnir ganga ekki fyrirhafnarlaust.

  En mikil myndarkona ert þú!

 2. Rósa

  Mikið rosalega kemur hún vel út. Alveg æði!

  Og varðandi litina, þá held ég að það kæmi rosalega vel út að hafa þessa bláu liti. Ég vel þá með mínu atkvæði 😉

 3. Dagný Ásta

  væri ekki sniðugt að nota annaðhvort nr 2 eða nr 3 frá hægri?
  þykja þeir dáldið flottir…

 4. Litla Skvís

  Sigga Lára: Takk takk :o) Ef þig vantar einhvern tímann aðstoð í saumaskap, þá máttu hiklaust leita til mín :o)

  Rósa: Takk skvís! Já, ég held að ég noti þessa bláu, er mjög hrifin af þeim.

  Dagný: Ég þarf að nota alla þessa bláu liti til að fá tilætlaða skugga í myndina :o)

 5. Rósa Tom

  Dugnaður í þér stelpa!!!!
  Ég held þú hljótir að vera með einhverja túrbínu í fingrunum því þú ert ekkert eðlilega snögg að sauma!!! ;-þ

  Alla vega svo ég svari spurningunni þinni, þá held ég að þú ættir að skella á þessa bláu liti. Þeir munu falla vel inn í myndina en jafnframt skera sig fallega úr.
  Ég held að hvítt eða grátt yrði of áberandi eins og þú sagðir!!

 6. Katrín

  Já notaðu endilega bláu litina, þetta er ótrúlega flott hjá þér. Snjallt að hafa kjólinn grænan, þetta eru svo fallegir grænir litir.

 7. Perlukonan

  Hæ ofsalega ertu dugleg að sauma , ég vildi ég gæti þetta í dag… gætirðu hugsað þér að fá í arf frá mér hálfkláraða mynd og eina glænýja sem þarf að skipta um java í svo hann sé eins og í hinni??? þær eru nefnilega par. Mér finnst að einhver sem eigi það skilið eigi að fá þessar myndir. Þriðja myndin er ófáanleg, allavega í Reykjavík… þetta er sería sem heitir Vesturfararnir.
  En í sambandi við litina myndi ég nota dökka bláa svo athyglin haldist við teppið…

 8. Litla Skvís

  Rósa Tom: Eins og við segjum svo oft “Great minds think alike” ;o) Er eiginlega alveg komin á það að hafa þetta blátt. Búin að prófa hitt og þetta og ekkert af því heillar mig eins mikið.

  Perlukonan: Ég væri alveg til í að kíkja á myndirnar!! Held að ég viti hvaða myndir þetta eru en er samt ekki viss. Áttu mynd af þeim einhversstaðar?

 9. Guðbjörg

  Þeir grænu sem eru gefnir upp eru góðir en ég held að þú ættir að nota þessa bláu. Hvítir held ég að passi alls ekki.
  saumakveðjur
  Guðbjörg

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s