Við fórum…

… að sjá Cat Power á Innipúkanum áðan. Hún var æði, en ég var ekki nógu ánægð með crowdið. Allir blaðrandi og hlæjandi og það virtist sem að voðalega fáir væru þarna til að njóta tónlistarinnar. Verið þá einhversstaðar annars staðar en gjammandi uppí eyrað á mér með tilheyrandi píkuskrækjum! *pirr* Skil ekki fólk sem að fer á tónleika til að tala saman! Slíkt gerir maður í heimahúsum eða á kaffihúsum eða eitthvað, ekki á tónleikum!

Og er það eitthvað tabú fyrir ófrískar konur að fara á tónleika? Það var þvílíkt glápt á mig! Sumir brostu til mín en á öðrum var einhverskonar hneykslunarsvipur. Það er ekki eins og ófrískar konur eigi að vera heima í einhverju glerbúri bara af því að þær eru ófrískar! Ég ELSKA að fara á tónleika, það er eitt það skemmtilegasta sem að ég geri, og ég geri það hiklaust ófrísk! Ætla að sjá Blonde Redhead á morgun og hlakka mikið til! Tónleikarnir þeirra hér í ágúst í fyrra voru hrein snilld! Trommarinn þeirra er svooooo geðveikt góður! Mig langaði pínu að vera lengur í kvöld og sjá Mugison og Brim en ég var orðin þreytt og lét þetta bara gott heita.

Mónika, Anna Sigga og dóttir hennar Alma Sóley komu í kaffi til mín í dag. Mikið var yndislegt að sjá þær allar. Ég var nýbúin að baka muffins svo að þetta hitti vel á, og Mio hellti uppá dýrindis kaffi handa okkur. Anna Sigga og Alma Sóley voru hérna í mat og alles og það var æði að sjá Mio leika við Ölmu Sóley. Hlakka svo til að gera þennann mann að pabba! :o)

Jæja… ætla fljótlega að fara að skríða uppí ból. Er orðin þreytt eftir daginn.

2 Comments

Filed under Uncategorized

2 responses to “Við fórum…

 1. bjoggi

  WHAAAAAAAAAAAAAAAAAT?
  Blonde Redhead??
  hvar hvenær?
  er uppselt? *grátur*

 2. Litla Skvís

  Já Blonde Redhead, í kvöld, nasa, búið og já, það var uppselt. http://www.innipukinn.com
  Fylgjast með maður! 😉

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s