Ég er eiginlega ekkert búin að ná að sofa. Samdrættir og eilíft bröllt á mér. Næ ekki að finna stöðu sem að ég get sofið í. Var að gefast upp og skríða fram í sófa.. Spurning hvort að ég nái nokkuð að sofna hér? Ég var að hugsa um að reyna að sofna svona hálfsitjandi þar sem að ef ég sef á hliðinni þá finnst mér alltaf eins og það teygist svo mikið á bumbunni og það er svo hrikalega vont.
Og í þessar mínútur sem að ég hef náð að festa svefn, þá hefur mér dreymt horror! Að ég sé föst á U2 tónleikum! Ég ÞOLI EKKI U2!!! No offence anyone, þeir bara höfða engann veginn til mín, þetta er nánast orðið að áráttu hjá mér. Ekki gaman að eyða svefni í svona “drauma” kalla þetta eiginlega frekar martröð
Ég amk get varla haldið augunum opnum svo að ég ætti allavega að reyna að sofa aðeins meira. Ekki nema 2 tímar í að þessi blessaði pípari komi loksins!
**KNÚS**
p.s. ég vona að píparinn hafi komið!!!
þarft ekkert að afsaka að fíla ekki U2 dúllan mín..ert ekki ein um það, held samt að við séum ekki mikið fleiri samt 😉
ógó gaman að sjá þig á föstudaginn, skilaðu kveðju til stráksins 😀
lut’o’luv
Þvílík martröð! Ég þoli ekki heldur U2.