Helvítis píparinn…

.. kom auðvitað EKKI! Djöfull þoli ég ekki (flesta) iðnaðarmenn! Helvítis skítapakk og aldrei að marka það sem að þetta lið segir! En Mio er byrjaður að sýruþvo veggina og svona hitt og þetta svo að þetta fer allt að gerast. Ég hlakka ekkert smá til að fá baðherbergið í stand! Það verður líka svo geggjað flott! :o)

Fórum í lundaveislu áðan í Gróðurhúsinu. Nammi nammi namm! Óskar, Ágúst, Naldi, Valgeir og Niko (Nico… æji man ekki hvernig maður skrifar nafnið hans) elduðu 4 mismunandi útgáfur af lunda, allt alveg hrikalega gott! Það voru alveg 2o og eitthvað manns þarna og 5 börn. Hellingur af skemmtilegu fólki, Joe og Patty, Björk og Matthew, Jóga og Rosemary, Húbert og Danielle, Naldi og Halla ofl. ofl. Ég er amk pakksödd og alsæl.

Tengdó kom heim í dag frá Mónakó. Gaf okkur rosalega fallegar englastyttur í herbergið okkar og gaf mér og bumbunni rosalega krúttílegan bumbubol.

Oh… ég er að fá samdrætti aftur! Alveg langar mig að fara að klára þetta bara… 37 vikur á þriðjudaginn!!!

Leave a comment

Filed under Uncategorized

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s