Þriðjudagar verða…

… héðan í frá UFO dagar í saumaklúbbnum mínum. UFO stendur fyrir UnFinished Object. Markmiðið er að fá okkur sem að eigum haug af ókláruðum verkefnum til að velja eitthvað eitt verkefni og sauma aðeins í því á hverjum þriðjudegi. Vonandi verður það nóg til að einhverjar okkar nái að klára eitthvað af þessum UFO sem að leynast ofaní dimmustu kompum hér og þar um bæinn.

Ég valdi að klára Round Robin sem að ég fékk ókláraðan heim eftir smá ferðalag um heiminn.

Image hosted by Photobucket.com

Þetta er hann eins og hann er í dag. Það vantar þarna Þriðjudag og ég byrjaði að sauma hann í gær og komst svona langt:

Image hosted by Photobucket.com

Ágætis dagsverk svo sem. Hefði saumað meira ef ég hefði ekki farið í sjúkraþjálfun, mæðraskoðun og plokkun. En það kemur þriðjudagur eftir þennan þriðjudag og þá sauma ég meira í þessari mynd, hef hugsað mér að láta hana alveg eiga sig þess á milli.

Í dag ætla ég hins vegar að sauma meira af andarungunum fyrir milliverkið á sængurverið. Þeir eru fjórir í heildina svo að það er best að drífa þetta af! Fljótsaumað og skemmtilegt. Svo finnst mér litirnir svo flottir, ekki væmnir og ekki of skærir heldur.

Image hosted by Photobucket.com

4 Comments

Filed under Uncategorized

4 responses to “Þriðjudagar verða…

 1. Dagný Ásta

  þeir eru líka ferlega krúttaralegir 🙂

 2. Hafrún Ásta

  Algjörar dúllur

 3. Sveina

  Já nákvæmlega…þeir eru æði og svo hlutlausir…ekkert bundið við stelpu frekar en strák…

 4. Hrönn

  Sæl.
  Mig langaði til að segja þér að mér finnst þetta alveg æðislegur löber.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s