Föstudagur….

Strax? Vá þessi vika er búin að vera rosalega fljót að líða! Sem að er ágætt þegar maður er ófrískur!

Í dag verður bakaður marengs fyrir afmælið hennar Þorbjargar Eyju, dóttir hennar Rósu. Ég er að fara að skella mér útí Húsasmiðju að kaupa marengs form því að það er alveg komin tími á að ég eignist ein slík, fæ alltaf lánuð hjá mömmu. Svo í Nóatún til að kaupa það sem að vantar í kökuna. Svo heim að baka og setja í eins og eina vél í viðbót.

Eftir hádegi verð ég víst heimilislaus. Mio og Addi verða hérna að sýruþvo lakkið af veggjunum inná baði, og pússa þá niður og ég veit ekki hvað og hvað, svo að ófríska konan á að vera annars staðar. Ætli ég verði ekki bara á efri hæðinni. Klára að sauma andarungana og svo er ég með næsta verkefni í huga þó svo að það sé ekki alveg ákveðið. Sjáum hvað setur.

En ég ætla að vekja Mio og draga hann af stað! Bakstur þarf að gerast áður en þessi rykvinna byrjar!

Begga frænka sem að býr í Danmörku á afmæli í dag! Innilegar hamingjuóskir eru sendar hugleiðis þangað!

Leave a comment

Filed under Uncategorized

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s