Í dag er…

.. ég búin að vera að taka upp barnaföt. Er búin að fara í gegnum alla kassana í bílskúrnum nema þessa nýjustu því að ég veit hvaða stærðir eru þar ofaní og ég veit að ég þarf ekki þau föt fyrr en eftir amk 5 ár eða svo. En ég fór í gegnum alla gömlu kassana og tók upp flest föt í stærðum 56-74. Eitthvað af þessu fór beinustu leið í ruslið (hvað var ég að geyma eiginlega?) og sumt fór í sér kassa sem að mun fara í nytjagám Sorpu. Heil föt sem að eru ekki með neinum blettum og svona sulli en samt ekki eitthvað sem að mig langar að nota aftur. Er meira að segja að þvo fyrsta round sem að kom uppúr kössunum. Allt hvítt í vélinni núna og svo bíður mín haugur í viðbót, amk 3-4 vélar eða svo.

Fann skiptitöskuna, útigalla, ofl. ofl. Þvílíkar minningar sem að helltust líka yfir mig á meðan á þessu stóð! Hellingur af sætum fötum sem að mamma hefur saumað, sem að frænkur hafa prjónað og ýmislegt annað sniðugt. Ég er amk búin að fara í gegnum alla kassana, og það sem að fór aftur ofaní kassa eru bara stærðir 80 og uppúr og því var öllu raðað eftir stærð og merkt utaná kassann svo að það er hægt að ganga að því vísu. Duglega ég.

Byrjaði daginn á því að fara í klippingu og strípur til hennar Eddu minnar á Tony & Guy. Er alveg mega skvísa núna.

Er svo búin að vera að sauma andarungana. Er búin með þrjá! Bara einn eftir! Ætla svo á morgun að skoða efni fyrir sængurver. Mamma benti mér á Fatabúðina, skelli mér þangað líklega!

1 Comment

Filed under Uncategorized

One response to “Í dag er…

  1. deibpia

    Dugnaður í þér stelpa!!!
    En það er víst eins gott að hafa þetta tilbúið þegar skvísan kemur í heiminn… vonandi fyrr en síðar. :þ

    Þú ert alla vega búin að gera þig svo súperfína að það er eins gott að hún láti ekki bíða allt of lengi eftir sér, því þá þarf að endurtaka leikinn….. :þ

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s