Næsta verkefni…

… í saumaskapnum verða Mini Cottages frá Michael Powell. Hrikalega sætar myndir. Ég ætla að gera nr 1, 2, 3 og 4 alla á eitt stórt efni með smá bili á milli.. svona smá eins og gluggi. Þær eru allar 70 x 70 spor svo að þetta ætti bara að koma vel út. Þetta verður jólagjöf, en handa hverjum er leyndó!

Eyddi öllum morgninum útum allan bæ að finna gömlu góðu hringlaga bökunarformin með lausum botnum. Hvergi til, og í síðustu búðinni sem að ég fór í var mér sagt að það væri hætt að framleiða þetta. Af hverju sagði það mér enginn í hinum búðunum?

En ég keypti öðruvísi form, afmælisgjöf handa Þorbjörgu Eyju og allar seríurnar af Sex and the City! Woohoo!

Og nú eru botnarnir tilbúnir og að kólna. Þeir eru svo flottir að ég tók meira að segja mynd af þeim! Hahaha! Getur vel verið að ég smelli inn myndum af þessari köku til að kitla bragðlaukana ykkar aðeins. Uppskriftina getið þið nálgast hér.

3 Comments

Filed under Uncategorized

3 responses to “Næsta verkefni…

 1. Rósa

  Ég elska þessi hús, þau eru klikkað flott. Mig langar að gera a.m.k. eitt þeirra, en hvaða, það er vandamálið 😉

 2. Litla Skvís

  Ég einmitt get ekki valið, svo að ég ætla bara að sauma þá alla!

 3. deibpia

  Takk fyrir gjöfina fyrir dúlluna mína!!! Hún er GEGGJUÐ! Hlakka ekkert smá til að dressa skvísuna í þetta!!! Þetta mun eflaust verða notað strax á sunnudag. 🙂

  Þessar Michael Powell myndir eru svooo flottar… mig langar einmitt til að gera nokkrar.. en eins og margur annar, þá er erfitt að velja á milli!

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s