Kannski, mögulega…

… eða ekki, er eitthvað að gerast hér á bæ. Ég er s.s. komin með smávegis verki, og slímtappinn virðist vera að fara. Ég samt hreinlega þori ekki að gera mér neinar vonir (þó að ég voni samt að þetta fari að koma) því að þegar ég var ófrísk af Sumarrós, þá var hún mikið í að hrekkja mömmu sína og láta hana halda að ég væri að fara af stað, þegar í rauninni var ekki neitt að gerast. Svo að, já, nei, jú, mögulega, kannski er eitthvað að gerast. Sjáum til ;o)

Ég er amk búin að koma mér vel fyrir í sófanum með tölvuna og saumadótið og er bara að láta mér líða vel, ætla jafnvel að reyna að sofna aðeins, og sjá hvað setur :o)

Annars eyddi ég öllum gærdeginum hjá Guðbjörgu í saumaklúbb. Og líka deginum í dag, alveg þangað til að ég fór að fá verki og fór á klóið og tók eftir slímtappanum. Keypti efni af Ágústu og saumaði alveg slatta. Byrjaði á fyrstu myndinni af Michael Powell Mini Cottages í gær og það gengur vel með hana. Og ég saumaði í Angel of Dreams í dag, þá mynd hef ég ekki snert lengi.
Mamma kom með bangsateppið handa barninu og það er ekkert smá flott!!!! Ég set inn mynd þegar mér líður aðeins betur, nenni ekki að fara að taka myndir núna en ætla aftur á móti að halda áfram að sauma í Angel of Dreams og sjá til hvort að þessir verkir detti niður eða ekki.

Þið megið alveg senda mér smá hríðarstrauma þar sem að ég er alveg til í að klára þetta bara!

2 Comments

Filed under Uncategorized

2 responses to “Kannski, mögulega…

 1. deibpia

  nú er mín orðin spennt…
  Vonandi fer nú skvísan bara að láta sjá sig! Þú átt sko skilið að fara að losna við þessa endalausu verki.
  Endilega leyfðu okkur að fylgjast með ef þú getur.
  Annars ef allt er komið af stað, þá segi ég bara gangi þér rosalega vel!!!

 2. Hafrún Ásta

  Hríðarstraumar hlakka til að sjá þá litlu.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s