38 vikur í dag!

Og þá hefst biðin fyrir alvöru, eða þannig séð. Mér finnst samt það sem að liðið er af ágúst hafa flogið hjá, svo að ég er ekkert farin að bíða, bíða. Óneitanlega hlakkar okkur öllum til að fá litla krúttið í heiminn, hvenær sem það verður. Ég vona samt innilega að ég nái að vera með í því að starta skólagöngu Sumarrósar í næstu viku því að ég veit ekki hvor er meira spennt fyrir því, ég eða hún :o) Og mig virkilega, virkilega langar að vera með í því ferli öllu saman. Ef þannig fer að við Mio verðum akkúrat uppá fæðingardeild daginn sem að skólagangan hefst, þá tekur pabbi hennar að sjálfsögðu við og gerir þetta því að við eigum hvort eð er bæði eftir að vera þarna með henni og koma henni af stað í þetta…… Vá… þetta er ekkert smá spennandi!

Fór í skoðun í dag og allt lítur vel út. Blóðþrýstingurinn fer meira að segja örlítið hækkandi. Er ennþá með lágþrýsting, en hærri en vanalega, sem að er gott. Og ljósan mín var eitthvað óviss hvort að barnið væri í höfuðstöðu eða sitjandi, svo að hún fór fram og náði í sónartækið og jú jú, barnið snýr rétt og er vel skorðað, bara í startholunum ef að svo má segja. Greyið Mio að hafa ekki komist með í skoðun í dag, því að hann missti af þessum óvænta sónar. Reyndar var bara höfuðið skoðað í örskotsstund, en það er sama, þetta var samt yndislegt. Hann ætlar bara að reyna að gráta út annað “innlit” þegar við förum aftur í skoðun eftir viku.

2 Comments

Filed under Uncategorized

2 responses to “38 vikur í dag!

  1. Siggalára

    Já, þetta er fáránlega fljótt að líða. Ég var einmitt að fatta að ég er að verða hálfnuð, og ekki einu sinni búin að þurfa að leggja gallabuxunum, og ekkert þannig farið að sjást þannig að það sé staðið upp fyrir mér í strætó eða neitt.
    Svindl.

  2. Litla Skvís

    Já Sigga, þetta er alveg ótrúlegt. Mér fannst samt meðgangan með Sumarrós ganga aftur á bak…. var að verða biluð á því að verða ófrísk. En núna finnst mér þetta næstum því líða of hratt því að það er svona hitt og þetta sem að við viljum helst ná að klára áður en krílið kemur, eins og að fá baðherbergið í stand og svona.
    Ég gat verið í öllum fötunum mínum alla meðgönguna síðast, nema kannski síðasta mánuðinn… núna er annað að segja um það… Ég amk HATA föt!

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s