Skúri, skúri…

… skúri…
Hreiðurgerðin alveg að fara með mig. Sat hérna í mestu rólegheitum að sauma Leyni SAL 3 og leit í kringum mig og hugsaði “vá… ég verð að skúra hérna” stóð upp og byrjaði. Færði meira að segja sófann frá.. ein… ekki sniðugt, ég veit, en ég bara varð! Ætla samt ekki að færa sjónvarpsskenkinn, hann er aaaðeins of þungur held ég með öllum þessum græjum í.

Já… og tengdó sagði að henni litist ekkert á þetta því að þetta væri típýskt merki um það að nú færi eitthvað að gerast. Mér finnst það hreint ekki svo slæmt! Langar alveg að fara að geta sofið á maganum aftur og borðað það sem að ég vil og lyft dóttur minni þegar að mig langar að knúsa hana!

Er búin með helming, helmingur eftir.

En djöfull langar mig í jarðarber!

5 Comments

Filed under Uncategorized

5 responses to “Skúri, skúri…

 1. deibpia

  Skamm skamm…. 😉
  En ég svo sem skil þig svoooo vel!
  Mig klæjar alveg í fingurgómana að fara að gera eitthvað.

 2. Litla Skvís

  Já, kláðinn bar mig ofurliði, ég er búin að berjast við hann aðeins of lengi!

 3. Sonja

  Aldrei hefði mér dottið í hug að ég ætti eftir að þrá það að geta tekið til. En það gerði ég á meðgöngunni þegar ég gat ekki einu sinni beygt mig niður eftir einum hlut á gólfinu 😮

  Nú get ég sko tekið til þegar mér sýnist :þ

 4. þ

  Þið eruð æði bumbulínur og fyrrum bumbulína.

 5. Hafrún

  þ var óvart átti að standa Hafrún

Leave a Reply to þ Cancel reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s