Brúðkaup.

Í dag fór ég í brúðkaup. Frændi minn, hann Jóhannes Geir var að giftast henni Guðrúnu Erlu. Athöfnin fór fram í Háteigskirkju og var alveg ofsalega falleg. Eins og það var þungbúið framan af þessum degi þá birti til í miðri athöfn og sólin fyllti kirkjuna geislum sínum og voru brúðhjónin böðuð í geislum sólarinnar. Dásamlegt alveg.

Svo fórum við í veisluna og átum og hlógum mikið. Þetta var ofsalega yndislegt. Við fórum reyndar snemma heim því að bumbulínan ég var orðin alveg ofsalega þreytt og er ennþá.

Það sem að mér finnst alveg frábært við þetta hjónaband er það að Jóhannes frændi er skírður í höfuðið á afa okkar, Jóhannesi. Konan hans, s.s. amma okkar hét Guðrún og hann Jóhannes frændi giftist einmitt Guðrúnu :o) Frábært alveg hreint!

Heimasætunni langar að sjá flugeldana í kvöld. Ég nenni ekki niðrá hafnarbakka svo að við ætlum bara að labba hérna niður götuna að Höfða og sjónum og horfa á þá þar. Þá heyrum við heldur ekki jafn mikið í þeim og hún ætti ekki að verða hrædd. Hún er nefnilega alveg eins og ég, finnst flugeldar ofsalega skemmtilegir til áhorfs, en lætin í þeim eru too much. Við erum báðar skíthræddar við þetta.

Leave a comment

Filed under Uncategorized

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s