Til hamingju…

… með daginn Guffa mín! Megi hann vera þér góður í sólinni!

Við mæðgur löbbuðum niður að sjávarsíðunni í gærkvöldi til að horfa á flugeldana. Lenntum auðvitað í rigningunni eins og allir aðrir en mikið rosalega fannst okkur það gaman!! Hálf hlupum heim, rennandi blautar hoppandi og skoppandi í pollunum og Sumarrós sagði mér að nú væru englarnir í sturtu. Af því að þeir voru svo skítugir eftir partýið (Menningarnótt) you see.

En þegar við komum heim þurftum við sko að fara úr ÖLLU. Við vorum gjörsamlega blautar í gegn og það mátti vinda sum fötin okkar.

Og þegar ég kom fram í morgun og hún sat hérna að borða morgunmatinn sinn sagði hún “Hæ rigningar mamma, ertu orðin þurr?” :o)

4 Comments

Filed under Uncategorized

4 responses to “Til hamingju…

 1. Anonymous

  Góðan daginn, ég er búin að vera að dáðst að handavinnuni þinni,nú langar mig að spurja þig: hvernig nálgast þú þessa handavinnu er hún til á Íslandi? td mini cottages, og er þetta talið út eða málað á kveðja gua

 2. Litla Skvís

  Sæl. Eitthvað af þessu er til hér á Íslandi, en ég kaupi lang mest að utan. T.d. í gegnum http://www.sewandso.co.uk og http://www.silkweaver.com
  Svo er ég búin að vera lengi í saumaklúbbum á netinu (síðan 1999) og hef eignast góðar vinkonur hér og þar útí heimi sem að hafa verið mér innan handar ef mig vantar eitthvað sem að ekki fæst hérna heima.
  Besta úrvalið á Íslandi finnst mér samt vera í hannyrðabúðinni á Garðatorgi.
  Ef þig langar að ganga í saumaklúbb á netinu (sem að hittist líka og saumar saman) þá er hérna í linkasafninu mínu linkur sem að heitir Join Allt í Kross :o) Endilega vertu með ef þú vilt!

 3. deibpia

  Sumarrósin þín er algjört gull!!! 😀

 4. ingvi

  sumarros krutttt!!!

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s