39 vikur

Nú er “áhættan” liðin á að fá lítið ljón. Ekki það að mér hafi ekki verið sama, en það eru þónokkrir búnir að panta litla meyju, meðal annars tengdó. Svo að nú er þessu barni “óhætt” að koma. Því fyrr því betra segi ég! Er orðin alveg ofsalega þreytt.

Líður þó aðeins betur í dag en í gær. Fékk smá hita og svona og var bara handónýt, en það virðist ekki vera hiti í gangi í dag. Erum að fara í skoðun á eftir og ég ætla að fá góð ráð hjá ljósunni minni um hvernig ég á að ná heilsunni upp á ný. Það virðist vera erfiðara þegar orkan manns fer í 2 einstaklinga í staðinn fyrir einn. Og sérstaklega þar sem að orkan fer fyrst í minni einstaklinginn og svo sit ég á hakanum.

Í dag er UFO dagur í saumaklúbbnum og ég stefni á að klára Sunbonnet Sue stykkið mitt. Það er sko ekki mikið eftir, aðallega afturstingur. Og þetta er tiltölulega einfalt munstur svo að ég ætti ekki að vera í vandræðum með að klára það. Í öðrum saumatengdum fréttum…. ég fékk í gær sent í póstinum scroll frame sem að ég er búin að vera að bíða eftir. Þá get ég farið að setja perlurnar á Angel of Dreams og klárað hana, komið henni í innrömmun og svona. Hlakka mikið til að fara að setja perlurnar á og prófa rammann, en geri það líklega ekki fyrr en á morgun. Í dag er stefnan tekin á, eins og áður sagði, UFO.

Jæja.. ætla að fara að greiða mér og svona eftir sturtuna svo að ég sé ekki alveg eins og hottintotti í skoðuninni.

1 Comment

Filed under Uncategorized

One response to “39 vikur

  1. Dagný Ásta

    heyyyy ég er ljón 😛

    annars vona að þú farir að hressast gengur ekki að vera lasin þegar að stóru stundinni kemur 😉

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s