Óvæntar uppákomur….

… eru hlutur sem að ég fíla stundum og stundum ekki. Í dag fékk ég slíkt surprice þegar að ég opnaði útidyrahurðina að það munaði minnstu að ég fæddi barnið, bara right then and there!

BJ vinur minn frá NY stóð í fyrir utan hjá mér! Bara já… stóð þarna og brosti sínu yndislega brosi! Hann og kærastinn hans Simone eru hér í heimsókn. Komu seint á sunnudagskvöldið og fara næsta sunnudag. Nýttu gærdaginn í Gullfoss, Geysir og Þingvelli með Lukku og Orra og svo sagði Lukka mér að BJ hefði verið gjörsamlega friðlaus að komast í heimsókn til Lindu sinnar. Elsku gullið… hann er svo frábær! Ég var að hitta Simone í fyrsta skipti og hann virkar ofsalega vel á mig. Þeir virka líka mjög hamingjusamir saman og það er fyrir öllu. Þau komu hingað um fjögur, hálffimm og svo fór Lukka að ganga sjö út að borða með Orra og restinni af Sigur-Rós svo að BJ bað mig að elda túnfiskpastað mitt sem að er uppáhaldið hans og auðvitað gerði ég það fyrir hann :o) Sátum og borðuðum og töluðum og það var bara æðislegt! Elska þennan dreng svo mikið!

Image hosted by Photobucket.com

Þeir eru eiginlega bara nýfarnir og ég verð eiginlega að fara að koma mér í háttinn. Foreldraviðtal í fyrramálið og maður verður að vera svona nokkuð ferskur fyrir slíkt!

Leave a comment

Filed under Uncategorized

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s