Fyrsti skóladagur…

… heimasætunnar í dag. Hún var hérna með pabba sínum og var alsæl með daginn, skemmti sér vel í skólanum og hlakkaði til morgundagsins. Ég og pabbi hennar ákváðum að eyða smá summu í föt handa henni svo að nú eru þau farin að versla saman. Verður spennandi að sjá hvað þau velja :o) Ferlega skrítið að litla barnið manns sé byrjað í skóla… auðvitað finnst mér þetta æðislegt og yndislegt og allt það, en þetta er samt eitthvað svo stórt skref. Mamman er bara pínulítið ringluð yfir þessu öllu saman.

Fór í saumaklúbb til Sonju í gær. Þar var mikið af góðum konum og gaman að sjá ný andlit og þau sem að komu langt að eins og Rósu Bjarna. Vonandi hafa þessar nýju skemmt sér vel og verða duglegar að mæta í framtíðinni. Ég og Rósa Tom urðum þreyttar frekar snemma og drifum okkur heim, hún ætlaði aðeins að kíkja inn og fá einn lit hjá mér, en við auðvitað settumst í sófann og drógum aftur upp saumadótið og saumuðum aðeins saman. Bara nice sko!

Er að bíða eftir mömmsu. Hún er að koma hingað eftir vinnu og við ætlum að fara með Angel of Dreams, The Quiltmaker og Velkomin í innrömmun. Angel of Dreams er handa mér, The Quiltmaker er handa Boggu vinkonu hennar mömmu og Velkomin er handa Gyðu systur og Arnari. Kláraði það fyrir LÖNGU síðan, en hef bara ekki drattast til að klára það almennilega, s.s. setja það í ramma, púða eða eitthvað annað. “Kláraveikin” hennar Sonju kemur greinlega víða við ;o)

Leave a comment

Filed under Uncategorized

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s