Og biðin hefst á ný…

… eftir fjandans píparanum! Hann sagðist ætla að koma kl.8 í morgun en ekkert hefur heyrst af honum. Þetta verður spennandi, hvort að hann komi eða ekki! Hann bara verður að koma, annars fer ég að munda haglarann! Djöfull væri samt þægilegt ef að allir hefðu þessa kunnáttu bara fyrir hendi. Svona píparagen, rafvirkjagen og múrargen. Það mundi spara okkur öllum gríðarlega tíma sem að annars fer í BIÐ, svo að ég tali nú ekki um peninga!

Blogger er búinn að vera með einhverja stæla við mig undanfarið þegar ég vil setja inn myndir eða linka. Þannig að ég fór til baka á síðustu færslu og bætti inn linkunum sem að áttu að fylgja henni upphaflega. Það var gaman hjá innrammaranum í gær. Hún er svo brilliant og svo áhugasöm um það sem að ég er að gera. Segir að ég sé í uppáhaldi hjá henni útaf einni sérstakri mynd.

Ég saumaði s.s. þessa mynd handa mömmu minni og gaf henni í mæðradagsgjöf fyrir um 2 árum síðan og lét ramma hana inn hjá þessari konu sem að nú í dag sér um að ramma allt inn fyrir mig. Hún getur ekki komist yfir það hvað henni fannst þessi mynd falleg. Og hvað ég sé ofsalega góð dóttir fyrir að hafa gefið mömmu minni hana. Enda var frábært að sauma þessa mynd og hún er alveg ekta mamma sko. Svona björt og góð kona með vængi sem að saumar eins og vindurinn! Ef þið skoðið hana vel sjáið þið allt glingrið sem að er á henni. Lítil saumavél, hjarta, lykill, skæri, fingurbjörg etc.

Jájá…. hvenær ætli þessi pípari komi… Ég tryllist ef hann svíkur okkur!!!!

Leave a comment

Filed under Uncategorized

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s