40 vikur…

… í dag! Í dag er dagurinn sem sagt. Var að koma úr skoðun og fékk sprautu í rassinn og svo kom Arnar læknir og losaði aðeins um belginn hjá mér :o) Hann sagði að það væri nú ekki venjan að gera það svona snemma, en þar sem að ég er orðin ofsalega þreytt og búin að vera með smávegis verki síðan í gær, ákvað hann að hreyfa aðeins við þessu. Þá er það bara að bíða og sjá. Hann sagði reyndar að ég væri orðin svolítið fæðingarleg í framan, smá þrútinn og svona.

Ætla að kíkja á töskuna og sjá hvort að ekki allt er þar sem að þarf að vera og fara svo að sauma bara. Slappa af og ekki gera mér vonir (hahaha).

En veðbankinn er opinn!

Hvenær heldur þú að barnið fæðist?

5 Comments

Filed under Uncategorized

5 responses to “40 vikur…

 1. Sveina

  Hmmm…ég segi 3.sept…það er laugardagur til lukku:)

 2. Siggalára

  Að sjálfsögðu 1. sept. (Var það ekki fimmtudagur til… frama?) Daginn sem Harry Potter byrjar Alltaf í skólanum. (Einhverra hluta vegna ber þann dag aldrei upp á sunnudag í þeim bókum.)

  Og, verður maður fæðingarlegur í framan? Hmmm… athyglivert.

 3. Sonja

  Ég skýt á 2. sept.

 4. Rósa

  Fyrripartinn á sunnudag 4. sept.

 5. Anonymous

  ég giskaði á hádegi í dag fer nú að breyta því held ég. hehe. En held mig við það til hádegis.

  Hafrún

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s