Monthly Archives: September 2005

Snilld!

Talandi um börn. Við höfum loksins ákveðið nafn fyrir nýjasta fjölskyldumeðliminn.

Hún heitir:

Karítas Árný Sturludóttir.

7 Comments

Filed under Uncategorized

Jóla hvað?

Það verkefni sem að kitlar mig hvað mest þessa dagana er nýjasta meistaraverk Margaret Sherry, 12 dagar jóla:

Image hosted by Photobucket.com

Mér finnst þetta bara geðveikt! Það er alltaf svo mikill húmor í myndunum hennar og ég hef séð margar svona 12 dagar jóla myndir í gegnum minn saumaferil, en þessar toppa allt. Svo litríkar, skemmtilegar og fullar af húmor!

Hér með verða fimmtudagar Margaret Sherry SAL (Stitch A Long) dagar í saumaklúbbnum Allt í Kross.

5 Comments

Filed under Uncategorized

7 Hlutir

Já, meira klukk, svo að ég hlýði. Þetta er samt öðruvísi en hitt klukkeríið.

1. 7 hlutir sem að ég vil gera áður en ég dey:

 • Sjá stelpurnar mínar verða fullorðnar
 • Læra amk eitt annað tungumál
 • Ferðast meira (Perú, Kína, Tíbet, Japan, Brasilía ofl. ofl.)
 • Læra meira
 • Tala inná teiknimynd
 • Gera myndbandið sem að er fast í hausnum á mér
 • Pressa vínber með tásunum

2. 7 hlutir sem að ég get

 • Eldað góðan mat
 • Bakað
 • Saumað út
 • Dansað
 • Snúið við á mér tungunni til beggja átta
 • Er voða góð í að skipuleggja hluti
 • Séð góðu hliðarnar á flestu

3. 7 hlutir sem að ég get ekki gert

 • Legið í leti lengi
 • Borðað flestan þorramat
 • Nagað á mér táneglurnar
 • Logið (ég er versti lygari í heimi!)
 • Hatað einhvern
 • Snert á mér tærnar þegar ég stend
 • Lamið fólk

4. 7 atriði sem að heilla mig við hitt kynið

 • Húmor
 • Bros
 • Hendur
 • Hvernig fólk hreyfir/ber sig
 • Sjálfsöryggi
 • Gáfur
 • Heiðarleiki

5. 7 frægir sem að heilla

 • Brad Pitt
 • Johnny Deep
 • Angelina Jolie
 • Ryan Gosling
 • Jennifer Connelly
 • Orlando Bloom (en bara sem Legolas)
 • Viggo Mortensen

6. 7 orð sem að ég segi oftast

 • Heyrðu!
 • Nei
 • OK
 • Sumarrós
 • Mio
 • Kríli

Ég klukka Erlu Rokk, Emmu, Ágústu, Ásdísi og svo bara gera þeir þetta sem að vilja 🙂

4 Comments

Filed under Uncategorized

Heimahjúkkan…

… frá heilsugæslunni kom hérna áðan að kíkja á Krílið. Hún dafnar vel litla gullið. Núna er hún 3950 grömm en var 3685 þegar hún var 5 daga gömul. Þyngist eðlilega og dafnar vel. Höfuðmálið er núna 37,5cm en var 36cm við fæðingu. Þannig að allt er í góðum málum í Krílalandi.

Sumarrós er ennþá heima. Er með nokkrar kommur en líður töluvert betur en í gær. Ég aftur á móti er með alveg hrikalegan hausverk :-/ Ætla að taka eina íbúfen og koma mér fyrir í sófanum með saumadótið og athuga hvort að þetta hverfi ekki bara. Og ef ég fæ Sumarrós til að leggja sig þá legg ég mig bara með henni.

Þá er það bara spurning um hvað ég eigi að sauma. Hvort að ég eigi að vinna í Leyni SAL 3, Michael Powell kofunum eða Fairy Grandmother. Úff… ákvarðanir, ákvarðanir!

3 Comments

Filed under Uncategorized

Urrrrrrrrrrrr!!!

Ég þoli ekki þegar það er illa farið með falleg lög. Sérstaklega ekki lög eins Hallelujah með Jeff Buckley.

Það var kveikt á þeim vonda þætti LAX á meðan ég var að brjóta saman þvott, setja utan um sængur og slíkt, og í bláendan kemur þetta dásamlega lag í þessum vonda þætti! Gerir mig bara reiða sko. Ef ég hef heyrt rétt, þá á móðir hans Jeff eignarétt á öllum hans verkum. Og það að hún skuli dirfast að selja lögin hans til svona notkunar er algjörlega fyrir neðan allar hellur finnst mér!

Oj hvað ég er reið útaf þessu!

Ætla að sauma það frá mér… Krílið var vakandi í rúma 4 klukkutíma og á spenanum mest allan tímann svo að ég er eiginlega ekkert búin að ná að sauma. Ætla hér með að bæta úr því. Best að stinga eins og eitt stykki hana!

2 Comments

Filed under Uncategorized

Hún Sumarrós…

… er nú meira krúttið.

Núna er hún inní herberginu sínu að hlusta á Keane og syngja með :o)

Svo fílar hún líka Depeche Mode, Björk, Sigur Rós og Jeff Buckley. Segið svo að þetta sé ekki vel upp alið hjá manni!

UFO dagur í dag. Ég er að stinga hanann sem að ég gerði í Round Robin hérna fyrir um ári (eða meira) síðan. Svo þarf ég að sauma annan hana í stykkið. Ég gat ekki tekið mynd áður en ég byrjaði því að Mio er með myndavélina með sér í vinnunni. Ég tek þá bara mynd í kvöld þegar ég hætti að sauma.

Mmmm, nammi namm. AB mjólk með ferskum jarðarberjum er alveg rosalega góð!

1 Comment

Filed under Uncategorized

Veikindi…

… hér á bæ.

Sumarrós vaknaði í morgun með hita og svo er henni eitthvað illt í mjöðminni. Skil það ekki alveg því að hún segist ekki hafa fengið neitt högg eða dottið eða neitt slíkt. En hún er samt smá hölt og á erfitt með að labba um. Virðist samt vera aðeins betra núna en þegar hún vaknaði. Vonandi lagast þetta bara að sjálfu sér í dag. En hún er ferlega slöpp litla greyið.

Krílið er nokkuð sprækt samt. Sefur bara og drekkur til skiptis. Hún var með smá pirring í öðru auganu í gær, svona stýrur og það lak aðeins úr því, en ég held að ég hafi náð því öllu í burtu með því að hreinsa augað reglulega yfir daginn með soðnu vatni. Augað lítur amk miklu betur út í dag en í gær.

Annars er ég þreytt. Sofnaði ekki fyrr en að ganga 3 í nótt og var vöknuð kl.7 í morgun með veiku stelpunni minni. Er núna búin að koma henni fyrir inní stofu og hún er að horfa á Shark Tale á meðan ég borða kornflex.

Við Mio horfðum á Crash í gærkvöldi. Hún er rosaleg. Mæli hiklaust með henni. Mæli líka með City of God fyrir þá sem að hafa ekki ennþá séð það meistaraverk. En hún var einmitt á RÚV á sunnudagskvöldið.

4 Comments

Filed under Uncategorized