*grát*

Ég er orðin svo óendanlega geðstirð að það er ekki fyndið. Ætla að halda mig í sófanum þar til að ég fæði þennan krakkagrísling. Sorry, en það bara tekur á taugarnar að vera með verki, sem að eru samt ekki nógu sterkir til að koma þessum ormi út! Er alveg að missa vitið hérna.

Belglosunin virðist hafa gert *eitthvað* en ekki nóg. Svo að núna er það bara að bíða, og bíða meira, og meira og svo meira. Ég er bara innilega að vona að allir þessir verkir eigi eftir að hjálpa og undirbúa allt saman vel fyrir the real thing. Þannig var það amk síðast… Var með verki nánast uppá dag í laaaaangan tíma áður en Sumarrós fæddist og það var algjör drauma fæðing.

Ég vona bara svo innilega að þetta barn fari að koma. Á tíma í mæðraskoðun á þriðjudaginn og ef ég verð ekki búin að eiga fyrir þann tíma, þá þarf ég að fara í mat fyrir gangsetningu í næstu viku. Mig langar bara að fara af stað sjálf. Langar ekki í aðra gangsetningu, þó svo að hin hafi gengið ofsalega vel. Mig langar bara að upplifa þetta á hinn háttinn líka….

Vá.. pirraða ófríska konan er farin að horfa á SATC þangað til hún vonandi sofnar.

5 Comments

Filed under Uncategorized

5 responses to “*grát*

 1. Perla

  Elsku kellingin, nú fer þetta að koma, ég sendi þér strauma yfir hafið þú reynir að nota þá þér til hugarhægðar:) Verst með þessa verki, það er svo erfitt að njóta þeirra:)
  knús

 2. ingvi

  knúsi knús, þetta fer allt að koma 🙂

 3. Rósa

  Ég vona að þetta fari að koma hjá þér og sendi fullt af straumum til þín 🙂

 4. Anonymous

  úffs….þú átt alla mína samúð – þetta er erfið bið !!! Sendi þér “up&at it” strauma, er alltaf að kíkja spennt á síðuna þína og sjá hvað er að gerast hjá ykkur 😉

  Erla og Gabríel

 5. Siggalára

  Hmmm… Ekkert blogg í 2 daga? Nú bara hlýtur eitthvað að vera að gerast…

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s