Jájá…

… maður er bara búin að vera gjörsamlega ofvirkur í dag…. Náði s.s. að hlaða batteríin aðeins í nótt og sofa almennilega, og eyddi þeirri orku í þrif. Skúraði svona 2/3 af íbúðinni en á eftir eldhúsið og stofuna. Geri það á morgun þar sem að ég er gjörsamlega búin á því núna. Ætla því bara að fara að setjast niður og sauma, eða jafnvel leggja mig í smástund.

Átti æðislegar samræður við dóttur mína við morgunverðarborðið í morgun.

Sumarrós: Mamma, hvernig veit maður þegar maður elskar einhvern?
Ég: Hmmm, það er svolítið erfitt að útskýra það. Elskar þú ekki einhvern?
Sumarrós: Jú, marga. Eins og þig og Mio, pabba og Berglindi, afa og ömmu, Vilborgu (og svo kom þvílíkur listi af fólki, vinum og vandamönnum). En hvernig veit maður að maður elskar þau?
Ég: Af hverju heldur þú að þú elskir þau?
Sumarrós: Bara. Ég finn það bara einhvern veginn. Svona í hjartanu.
Ég: Já, maður finnur það í hjartanu þegar maður elskar einhvern.
Sumarrós: En á það ekki að vera gott?
Ég: Finnst þér það ekki gott ástin mín?
Sumarrós: Jú, en stundum er það bara svo mikið!

Ég skil svo innilega hvað hún er að meina þetta litla krútt. Stundum elskar maður svo mikið að það er næstum því vont. En samt svona gott/vont :o)

5 Comments

Filed under Uncategorized

5 responses to “Jájá…

 1. Fanney systir

  hún er svoooo sæt þessi yndislega elska !! :*

 2. Perla

  ef þetta er eekii svona *bráðn* 🙂

 3. Pálína

  ÆÆ sætt.

  En ég skil líka vel hvað hún meinar.
  Segi bara eins og perla*bráðn*

 4. Sonja

  Yndisleg þessi börn – þvílík speki hjá henni Sumarrós 🙂

  Mér líst vel á þessa hreiðurgerð hjá þér. Þýðir að það er ekki langt í litla barnið 😮 Hlakki hlakki hlakk 😉

 5. Hafrún Ásta

  Æji dúllan, ég elska heimspeki barna.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s