Þvílíkur munur…

… að geta sofið aðeins! Ég náði s.s. 3 tíma svefni, streit í nótt! Án allra klósettferða, snúninga, brjóstsviða eða annara vesenishátta! :o) Ótrúlegt! Þetta hefur ekki gerst lengi!
Restin af nóttinni fór í ofantalið vesen, en það er allt í lagi af því að ég náði að sofa í 3 tíma samfleytt!!!!!!!!

Jóla laugardagur í saumaklúbbnum mínum í dag og þá saumum við jólagjafir eða eitthvað með jólaþema. Þessi vettlingur er fyrsta jólaverkið mitt. Þetta er saumað á pappír og er skreytt með alls kyns perlum og dúlleríi. Elska Mill Hill. Þeir eru snillingar!
Við höfum þessa daga til að hvetja hvor aðra áfram (í alvöru, þessi klúbbur er algjör snilld fyrir hvatningar og stuðning!!!) og jafnvel ná að klára eitthvað af þessum jólagjöfum sem að við ætlum alltaf að gera, en sitjum svo sveittar langt framá aðfangadagsmorgun að rembast við að klára og endar svo ofaní skúffu og gleymist fyrir næstu jól.

Ágústa kom til mín í gær og gaf mér síðbúna afmælisgjöf. Geggjað! Ég er algjört sólblómafrík og hef saumað tvo svona “bows” áður og það er sko bara gaman! Guðbjörg gaf mér líka gjöf á miðvikudaginn :o) Saumasystur eru eitt það besta á þessari jörð held ég bara! Takk stelpur, þið eruð gull!!!

Jæja… smávegis húsverk og hálfur kaffibolli, svo er ég farin að sauma!

2 Comments

Filed under Uncategorized

2 responses to “Þvílíkur munur…

  1. Þórhildur

    En frábært að þú náðir að hvíla þig aðeins. Æðislegt þetta bow kit sem þú fékkst í afmælisgjöf,, blikk blikk… Ég elska sólblóm. Engillinn er líka sætur, ég á einn svona ósaumaðann í skúffu. Kannski kominn tími til að taka hann upp.
    Kveðjur, Þórhildur

  2. Hafrún

    Vá flottar myndir og gott að þú náðir að sofa í allavega 3 tíma straight. Vona að nóttin í nótt innihaldi meiri samfelldan svefn og svo komi skvísan bara hvað úr hverju.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s