Skúra, skrúbba…

… bóna, rífa af öllum skóna lalalalalallalalllalallalalalala!

Ég er búin að þrífa alla íbúðina, hátt og lágt. Það er alveg skuggalega fínt hérna. Enda er þetta búið að taka allan daginn. Hey, ég laug. Ég þreif ekki ganginn og baðherbergið af því að það er einfaldlega tilgangslaust þar sem að Mio er að flísaleggja. Baðherbergið verður svo geggjað þegar hann er búinn. Hann er svo mikill snilli þessi maður!

En ég er gjörsamlega búin á því… ætla að fara í sturtu og setjast svo í sófann og sauma og horfa á SATC með eyrunum. Saumakonur horfa nefnilega á sjónvarp með eyrunum þar sem að augun eru upptekin við að sauma.

Ég hringdi í Kristínu ljósmóður, vinkonu hennar mömmu minnar áðan og spjallaði við hana um gangsetningarferlið. Vildi bara vita hvort að þetta væri eitthvað breytt frá því að þegar ég var sett af stað með Sumarrós. Hún sagði að hún væri að vinna á morgun svo að ég hitti hana þegar við förum í mónitor og mat. Hún sagði mér líka að búast við því að vera bara send heim aftur eftir matið og að ég yrði líklegast beðin um að koma bara aftur í gangsetninguna sjálfa á þriðjudeginum :-/ Jæja… það verður bara að hafa það. En aftur á móti, ef ég er hagstæð og það er ekki mikið að gera, þá getur vel verið að ég verði sett af stað á morgun, þetta verður bara allt að koma í ljós.

Mánudagur eða þriðjudagur… mér er eiginlega alveg sama bara. Þetta kemur :o)

2 Comments

Filed under Uncategorized

2 responses to “Skúra, skrúbba…

  1. deibpia

    Gangi þér vel í matinu elskan!
    Vona að þeir reyni að koma þér að sem fyrst. Ég hlakka til að fá meiri fréttir.

  2. Sonja

    Ef þú ert ekki alveg sátt við að vera gangsett þá þarftu ekki að fara í gangsetninu. Þau geta líka fylgst extra vel með þér.

    Annars heyrist mér að þú sért ágætlega sátt við hana.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s